Leiða þarf þjóðina í stað þess að láta reka Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. júlí 2008 00:01 Undir lok síðustu viku kom frá greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch skýrsla þar sem því var í alvörunni velt upp að stjórnvöld hér á landi kynnu að ætla að halda að sér höndum þar til íslenskir bankar væru svo illa staddir að hægt væri að þjóðnýta þá og afskrifa hluta skuldbindinga þeirra utan landsteinanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, brást við í Fréttablaðinu á laugardag og sagði ummælin svo vanhugsuð að þau dæmdu sig sjálf og velti fyrir sér hvort annarlegar hvatir lægju að baki. Og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kvaðst undrast tóninn í skýrslunni. Vert er hins vegar að velta því fyrir sér hvernig á því stendur að greiningardeild virts fjármálafyrirtækis telur sig hafa grundvöll til að fara fram með jafnábyrgðarlausar vangaveltur um fjármálakerfið hér. Út á við virðast trúlega vera lausatök og upplausn í stjórn efnahagsmála hér. Mistök hafa verið gerð í efnahagsstjórn síðustu ára sem urðu til þess að þensla varð meiri og fallið því þeim mun skarpara nú. Gjaldmiðill þjóðarinnar er svo í ofanálag smæsti sjálfstæði flotgengisgjaldmiðill heims og engar ýkjur að líkja honum við korktappa í stórsjó og ljóst að hann verður áfram leiksoppur spákaupmanna. Og ekki er það út í bláinn sem kallað er eftir forystu úr ranni stjórnmálanna í umbótum í efnahagslífinu hér. Í opnuviðtali í Markaðnum í dag fara Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, og Ari Skúlason, hagfræðingur sem áður var hjá Alþýðusambandinu, yfir stöðu efnahagsmála hér í ljósi reynslunnar frá því þegar þjóðarsáttarsamningunum var komið á árið 1990. Þá voru það samtök atvinnulífsins sem drógu vagninn í að koma hér á nauðsynlegum breytingum til þess að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Núna eru aðstæður um margt breyttar og þeir sammála um að forystan verði að koma af væng stjórnmálanna. Horfast verði í augu við stöðuna eins og hún er og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Þeir kalla eftir skýrri stefnu til lengri framtíðar þar sem aukinn stöðugleiki og áframhaldandi hagsæld sé markmiðið. „Við þurfum að læra af því hvað misfórst núna. Við höfum nú á sársaukafullan hátt fengið að læra að í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi er krónan of lítil til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækja og einstaklinga og þess vegna ríkisins,“ segir Þórarinn og bætir við að krafan standi nú á stjórnmálamennina um að móta sýn um hvernig hefja megi uppbyggingu á ný. Ari bendir einnig réttilega á að nú sé sterkur meirihluti í ríkisstjórn sem ætti að hafa burði til að taka á málum. „Það eru allir möguleikar á því að ná utan um stöðuna.“ En á meðan karpað er um leiðir og ekkert virðist þokast í yfirlýstum fyrirætlunum Seðlabankans um stóra lántöku til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann og þar með bakland fjármálakerfisins, þá er rúm fyrir skaðlegar vangaveltur í erlendum miðlum um stefnuleysi og ráðleysi í efnahagsmálum hér. Og á slíkum vangaveltum fitna spákaupmennirnir líkt og púkinn á fjósbitanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun
Undir lok síðustu viku kom frá greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch skýrsla þar sem því var í alvörunni velt upp að stjórnvöld hér á landi kynnu að ætla að halda að sér höndum þar til íslenskir bankar væru svo illa staddir að hægt væri að þjóðnýta þá og afskrifa hluta skuldbindinga þeirra utan landsteinanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, brást við í Fréttablaðinu á laugardag og sagði ummælin svo vanhugsuð að þau dæmdu sig sjálf og velti fyrir sér hvort annarlegar hvatir lægju að baki. Og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kvaðst undrast tóninn í skýrslunni. Vert er hins vegar að velta því fyrir sér hvernig á því stendur að greiningardeild virts fjármálafyrirtækis telur sig hafa grundvöll til að fara fram með jafnábyrgðarlausar vangaveltur um fjármálakerfið hér. Út á við virðast trúlega vera lausatök og upplausn í stjórn efnahagsmála hér. Mistök hafa verið gerð í efnahagsstjórn síðustu ára sem urðu til þess að þensla varð meiri og fallið því þeim mun skarpara nú. Gjaldmiðill þjóðarinnar er svo í ofanálag smæsti sjálfstæði flotgengisgjaldmiðill heims og engar ýkjur að líkja honum við korktappa í stórsjó og ljóst að hann verður áfram leiksoppur spákaupmanna. Og ekki er það út í bláinn sem kallað er eftir forystu úr ranni stjórnmálanna í umbótum í efnahagslífinu hér. Í opnuviðtali í Markaðnum í dag fara Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, og Ari Skúlason, hagfræðingur sem áður var hjá Alþýðusambandinu, yfir stöðu efnahagsmála hér í ljósi reynslunnar frá því þegar þjóðarsáttarsamningunum var komið á árið 1990. Þá voru það samtök atvinnulífsins sem drógu vagninn í að koma hér á nauðsynlegum breytingum til þess að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Núna eru aðstæður um margt breyttar og þeir sammála um að forystan verði að koma af væng stjórnmálanna. Horfast verði í augu við stöðuna eins og hún er og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Þeir kalla eftir skýrri stefnu til lengri framtíðar þar sem aukinn stöðugleiki og áframhaldandi hagsæld sé markmiðið. „Við þurfum að læra af því hvað misfórst núna. Við höfum nú á sársaukafullan hátt fengið að læra að í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi er krónan of lítil til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækja og einstaklinga og þess vegna ríkisins,“ segir Þórarinn og bætir við að krafan standi nú á stjórnmálamennina um að móta sýn um hvernig hefja megi uppbyggingu á ný. Ari bendir einnig réttilega á að nú sé sterkur meirihluti í ríkisstjórn sem ætti að hafa burði til að taka á málum. „Það eru allir möguleikar á því að ná utan um stöðuna.“ En á meðan karpað er um leiðir og ekkert virðist þokast í yfirlýstum fyrirætlunum Seðlabankans um stóra lántöku til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann og þar með bakland fjármálakerfisins, þá er rúm fyrir skaðlegar vangaveltur í erlendum miðlum um stefnuleysi og ráðleysi í efnahagsmálum hér. Og á slíkum vangaveltum fitna spákaupmennirnir líkt og púkinn á fjósbitanum.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun