Íslenski boltinn

Pálmi Rafn: Gerist ekki betra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals.
Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals. Mynd/Vilhelm
Pálmi Rafn Pálmason var hetja Valsmanna í kvöld er hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á FH í Meistarakeppni KSÍ.

„Þetta gerist nú ekki mikið betra," sagði hann í samtali við Vísi eftir leikinn. Valur er nú handhafi beggja vortitlanna en liðið varð á fimmtudaginn Lengjubikarmeistari karla.

„Þessir tveir titlar gera mjög mikið fyrir okkur og eykur sjálfstraustið. Við hljótum að koma mjög sterkir inn í sumarið."

„Við spiluðum ágætlega í dag þó svo að það sé gríðarlega erfitt að spila á móti FH. Við reyndum þó að láta boltann ganga og vorum ógnandi að mér fannst."

Hann segir að það sé vissulega öðruvísi tilfinning að hefja mótið sem ríkjandi Íslandsmeistari.

„Það hlýtur að vera búist við miklu af okkur og ætlum við okkur stóra hluti sjálfir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×