Vettel yngsti sigurvegari í sögu Formúlunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2008 13:39 Sebastian Vettel á brautinni í dag. Nordic Photos / AFP Sebastian Vettel frá Þýskalandi varð í dag yngsti ökuþórinn sem vinnur mót í Formúlu 1. Hann bar sigur úr býtum í ítalska kappakstrinum á Monza-brautinni. Vettel var á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Hann er 21 árs og 74 daga gamall í dag en gamla metið átti Fernando Alonso sem hann setti 22 ára og 26 daga gamall í ágúst árið 2003. Heikki Kovalainen á McLaren varð í öðru sæti og Robert Kubica á BMW-Sauber í því þriðja. Lewis Hamilton náði sjöunda sæti og er efstur í stigakeppni ökuþóra með 78 stig. Felipe Massa varð sjötti og er í öðru sæti með 77 stig. Þetta er einnig fyrsti sigur Toro Rosso í Formúlunni en Vettel mun á næsta ári ganga til liðs við Red Bull. Vettel náði tíu sekúndna forystu á Kovalainen strax eftir átján hringi er hann fór í sitt fyrsta viðgerðarhlé. Eftir það náði enginn að ógna forystu hans og Þjóðverjinn kláraði keppnina með stæl. Úrslit: 1. Sebastian Vettel, Toro Rosso 2. Heikki Kovalainen, McLaren 3. Robert Kubica, McLaren 4. Fernando Alonso, Renault 5. Nick Heidfeld, BMW 6. Felipe Massa, Ferrari 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Mark Webber, Red Bull 9. Kimi Raikkönen, Ferrari 10. Nelson Piquet, Renault Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 78 stig 2. Massa 77 3. Kubica 64 4. Raikkönen 57 5. Heidfeld 53 6. Kovalainen 51 7. Alonso 28 8. Jarno Trulli, Toyota 26 9. Vettel 23 10. Webber 20 Stigakeppni bílasmiða: 1. Ferrari 131 stig 2. McLaren 119 3. BMW 107 4. Toyota 41 5. Renault 36 6. Red Bull 25 7. Williams 17 8. Toro Rosso 17 9. Honda 14 10. Force India 0 Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi varð í dag yngsti ökuþórinn sem vinnur mót í Formúlu 1. Hann bar sigur úr býtum í ítalska kappakstrinum á Monza-brautinni. Vettel var á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Hann er 21 árs og 74 daga gamall í dag en gamla metið átti Fernando Alonso sem hann setti 22 ára og 26 daga gamall í ágúst árið 2003. Heikki Kovalainen á McLaren varð í öðru sæti og Robert Kubica á BMW-Sauber í því þriðja. Lewis Hamilton náði sjöunda sæti og er efstur í stigakeppni ökuþóra með 78 stig. Felipe Massa varð sjötti og er í öðru sæti með 77 stig. Þetta er einnig fyrsti sigur Toro Rosso í Formúlunni en Vettel mun á næsta ári ganga til liðs við Red Bull. Vettel náði tíu sekúndna forystu á Kovalainen strax eftir átján hringi er hann fór í sitt fyrsta viðgerðarhlé. Eftir það náði enginn að ógna forystu hans og Þjóðverjinn kláraði keppnina með stæl. Úrslit: 1. Sebastian Vettel, Toro Rosso 2. Heikki Kovalainen, McLaren 3. Robert Kubica, McLaren 4. Fernando Alonso, Renault 5. Nick Heidfeld, BMW 6. Felipe Massa, Ferrari 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Mark Webber, Red Bull 9. Kimi Raikkönen, Ferrari 10. Nelson Piquet, Renault Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 78 stig 2. Massa 77 3. Kubica 64 4. Raikkönen 57 5. Heidfeld 53 6. Kovalainen 51 7. Alonso 28 8. Jarno Trulli, Toyota 26 9. Vettel 23 10. Webber 20 Stigakeppni bílasmiða: 1. Ferrari 131 stig 2. McLaren 119 3. BMW 107 4. Toyota 41 5. Renault 36 6. Red Bull 25 7. Williams 17 8. Toro Rosso 17 9. Honda 14 10. Force India 0
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti