Evrópuslagurinn Björn Ingi Hrafnsson skrifar 27. desember 2008 09:00 Stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist í því að leiða spurninguna um aðild að Evrópusambandinu til lykta. Margt bendir þvert á móti til að flokkakerfið hér á landi hafi alls ekki ráðið við mál af þessari stærðargráðu og margir hafi beinlínis veigrað sér við að ræða það, af ótta við að rugga bátnum og efna til ófriðar, jafnvel klofnings. Sem betur fer virðist nú ætla að verða nokkur breyting á, því kyrrstöðuna þarf að rjúfa. Framsóknarflokkur hefur boðað til flokksþings um miðjan næsta mánuð þar sem ætlunin er að móta stefnu í Evrópumálum til framtíðar. Undir lok næsta mánaðar munu sjálfstæðismenn einnig koma saman á landsfundi, þar sem mótuð verður afstaða í Evrópumálum, stefnubreyting þar liggur í loftinu. Sætir sú stefnubreyting auðvitað alveg sérstökum tíðindum. Varaformaður flokksins hefur þegar lýst væntingum í þá átt, að niðurstaðan verði að ráðist verði í aðildarviðræður og greinar og viðtöl við þingmenn flokksins síðustu daga benda eindregið í sömu átt. Jafnvel eindregnir andstæðingar aðildar tala nú fyrir því að lýðræðislegt sé að þjóðin dæmi sjálf í þessum efnum og hún hafi tækifæri til að fella aðild, eða samþykkja hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er vitaskuld kjarni málsins. Við Íslendingar getum tekist á um Evrópumálin og varpað fram alls kyns misgáfulegum fullyrðingum, en við fáum aldrei úr því skorið fyrr en í samningaviðræðum, hvort aðild samrýmist þjóðarhagsmunum í bráð og lengd. Öryggisventill okkar er að geta fellt aðild, eins og Norðmenn hafa gert í tvígang, verði niðurstaðan ekki ásættanleg. Fæstir vilja ganga í Evrópusambandið, sama hvað það kostar. En það er alveg óhugsandi, einkum eins og gjaldeyrismálin hafa þróast, að við hjökkum áfram í sama hjólfarinu. Næstu vikur geta því reynst örlagaríkar. Umræðan verður tilfinningarík í meira lagi og alls ekki sársaukalaus. Flokkslínur munu bresta, stóryrðin fjúka, eins og nýleg dæmi sanna, og reyna mun á stjórnmálaflokkana og innviði þeirra. Vinstri grænir segjast enn andvígir aðild, en hafa nú opnað fyrir að þjóðin taki sjálf af skarið í almennri atkvæðagreiðslu. Því ber að fagna. Forystumenn Samfylkingarinnar segja flokkinn þann eina sem hafi beina stefnu í málinu, en nú hefur einn af trúnaðarmönnum hans stigið fram og skýrt frá því að þar á bæ sé stefnan alls ekki fullmótuð, enn eigi eftir að skilgreina samningsmarkið. Því getur sú ótrúlega staða komið upp, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki beinlínis fram úr samstarfsflokki sínum á landsfundi og þurfi svo að bíða eftir formlegri flokkssamþykkt Samfylkingar til að ráðast í aðildarviðræður og undirbúa breytingu á stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu. Getur það gerst? Hvernig liti Samfylkingin þá út? Komandi ár býður áreiðanlega upp á mikilsverð tíðindi. Verða kosningar og stjórnarslit? Verður sótt um aðild að ESB? Verður þjóðaratkvæðagreiðsla? Klofna flokkar? Verða til ný framboð? Þessar spurningar og ótal fleiri koma upp í hugann. Af nægu verður því að taka í fréttum og opinberri umræðu á komandi ári til viðbótar við efnahagskreppu; aukið atvinnuleysi, fátækt og fjöldagjaldþrot. Við slíkar aðstæður reynir á djörfung og þor lítillar þjóðar og að þeir stígi fram sem vettlingi geta valdið. Þar má enginn skorast undan, við höfum ekki efni á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun
Stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist í því að leiða spurninguna um aðild að Evrópusambandinu til lykta. Margt bendir þvert á móti til að flokkakerfið hér á landi hafi alls ekki ráðið við mál af þessari stærðargráðu og margir hafi beinlínis veigrað sér við að ræða það, af ótta við að rugga bátnum og efna til ófriðar, jafnvel klofnings. Sem betur fer virðist nú ætla að verða nokkur breyting á, því kyrrstöðuna þarf að rjúfa. Framsóknarflokkur hefur boðað til flokksþings um miðjan næsta mánuð þar sem ætlunin er að móta stefnu í Evrópumálum til framtíðar. Undir lok næsta mánaðar munu sjálfstæðismenn einnig koma saman á landsfundi, þar sem mótuð verður afstaða í Evrópumálum, stefnubreyting þar liggur í loftinu. Sætir sú stefnubreyting auðvitað alveg sérstökum tíðindum. Varaformaður flokksins hefur þegar lýst væntingum í þá átt, að niðurstaðan verði að ráðist verði í aðildarviðræður og greinar og viðtöl við þingmenn flokksins síðustu daga benda eindregið í sömu átt. Jafnvel eindregnir andstæðingar aðildar tala nú fyrir því að lýðræðislegt sé að þjóðin dæmi sjálf í þessum efnum og hún hafi tækifæri til að fella aðild, eða samþykkja hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er vitaskuld kjarni málsins. Við Íslendingar getum tekist á um Evrópumálin og varpað fram alls kyns misgáfulegum fullyrðingum, en við fáum aldrei úr því skorið fyrr en í samningaviðræðum, hvort aðild samrýmist þjóðarhagsmunum í bráð og lengd. Öryggisventill okkar er að geta fellt aðild, eins og Norðmenn hafa gert í tvígang, verði niðurstaðan ekki ásættanleg. Fæstir vilja ganga í Evrópusambandið, sama hvað það kostar. En það er alveg óhugsandi, einkum eins og gjaldeyrismálin hafa þróast, að við hjökkum áfram í sama hjólfarinu. Næstu vikur geta því reynst örlagaríkar. Umræðan verður tilfinningarík í meira lagi og alls ekki sársaukalaus. Flokkslínur munu bresta, stóryrðin fjúka, eins og nýleg dæmi sanna, og reyna mun á stjórnmálaflokkana og innviði þeirra. Vinstri grænir segjast enn andvígir aðild, en hafa nú opnað fyrir að þjóðin taki sjálf af skarið í almennri atkvæðagreiðslu. Því ber að fagna. Forystumenn Samfylkingarinnar segja flokkinn þann eina sem hafi beina stefnu í málinu, en nú hefur einn af trúnaðarmönnum hans stigið fram og skýrt frá því að þar á bæ sé stefnan alls ekki fullmótuð, enn eigi eftir að skilgreina samningsmarkið. Því getur sú ótrúlega staða komið upp, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki beinlínis fram úr samstarfsflokki sínum á landsfundi og þurfi svo að bíða eftir formlegri flokkssamþykkt Samfylkingar til að ráðast í aðildarviðræður og undirbúa breytingu á stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu. Getur það gerst? Hvernig liti Samfylkingin þá út? Komandi ár býður áreiðanlega upp á mikilsverð tíðindi. Verða kosningar og stjórnarslit? Verður sótt um aðild að ESB? Verður þjóðaratkvæðagreiðsla? Klofna flokkar? Verða til ný framboð? Þessar spurningar og ótal fleiri koma upp í hugann. Af nægu verður því að taka í fréttum og opinberri umræðu á komandi ári til viðbótar við efnahagskreppu; aukið atvinnuleysi, fátækt og fjöldagjaldþrot. Við slíkar aðstæður reynir á djörfung og þor lítillar þjóðar og að þeir stígi fram sem vettlingi geta valdið. Þar má enginn skorast undan, við höfum ekki efni á því.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun