Þjóð á vergangi Gerður Kristný skrifar 24. maí 2008 06:00 Um leið og blásið er til Listahátíðar lifnar borgin við eins og í ljóði eftir Tómas. Óteljandi barnsandlit horfa glaðleg, undirleit eða varfærin til vegfarenda í Lækjargötunni og úti í Tjörninni marar hús í hálfu kafi. Það er gaman að aka eftir Skothúsveginum þegar svona undur bíða manns. Ég nam staðar fyrir aðvífandi umferð við Suðurgötuna og þar beið mín sjón sem ég hefði alveg viljað að væri bara gjörningur eftir Marinu Abramovic. Útigangskona í gulri treyju ýtti á undan sér kerru hlaðinni plastpokum. Ég þekkti hana strax aftur. Þegar ég var unglingur unnum við báðar í eldhúsi Landspítalans. Við settum franskbrauð á bakkana með gulu límmiðunum, heilhveitibrauð með þeim grænu og rúgbrauð þar sem þeir voru bláir. Nú var þessi kona komin á vergang og ekki sú eina. Útigangsfólkið sem birtist í miðbæ Reykjavíkur er orðið svo stór hluti af vorkomunni að farið er að tala um „rónablíðu" í staðinn fyrir „rjómablíðu". Hvenær varð svona sjálfsagt að útigangsfólk væri í Reykjavík? Ekki fyrirfinnst það á Egilsstöðum. Eftir undirskriftalistana sem gengið hafa á milli Skagamanna að undanförnu þar sem komu palestínskra flóttamanna er mótmælt mætti halda að þar óttist fólk mest að lenda á vergangi. Húsin þess verði tekin eignarnámi svo hola megi flóttafólkinu niður. Ekki fylltumst við stolti hér um árið þegar Einar heitinn Heimisson sagnfræðingur sagði okkur frá andstöðu íslenskra yfirvalda við því að leyfa gyðingum að setjast hér að á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Við sendum þá fáu sem þó náðu hingað bara beinustu leið í gasklefana. Það væri ömurlegt að endurtaka þau mistök. Þegar ég hleypti fyrrum samstarfskonu minni yfir götuna veitti ég því athygli að gula treyjan hennar var merkt Lottóinu. Framan á honum var táknmynd þess, hatturinn sem út úr vella grænir seðlar en aftan á stóð: „Ég er í vinningsliðinu." Kaldhæðnin fór ekki framhjá mér en samt getum við Íslendingar, hvernig sem komið er fyrir okkur, tekið undir þessi orð án þess að blikna sé miðað við palestínska flóttamenn. Sjáið húsið úti í Tjörninni. Það er fólk þar inni. Förum úr sokkum og skóm, vöðum út í og náum því á þurrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Um leið og blásið er til Listahátíðar lifnar borgin við eins og í ljóði eftir Tómas. Óteljandi barnsandlit horfa glaðleg, undirleit eða varfærin til vegfarenda í Lækjargötunni og úti í Tjörninni marar hús í hálfu kafi. Það er gaman að aka eftir Skothúsveginum þegar svona undur bíða manns. Ég nam staðar fyrir aðvífandi umferð við Suðurgötuna og þar beið mín sjón sem ég hefði alveg viljað að væri bara gjörningur eftir Marinu Abramovic. Útigangskona í gulri treyju ýtti á undan sér kerru hlaðinni plastpokum. Ég þekkti hana strax aftur. Þegar ég var unglingur unnum við báðar í eldhúsi Landspítalans. Við settum franskbrauð á bakkana með gulu límmiðunum, heilhveitibrauð með þeim grænu og rúgbrauð þar sem þeir voru bláir. Nú var þessi kona komin á vergang og ekki sú eina. Útigangsfólkið sem birtist í miðbæ Reykjavíkur er orðið svo stór hluti af vorkomunni að farið er að tala um „rónablíðu" í staðinn fyrir „rjómablíðu". Hvenær varð svona sjálfsagt að útigangsfólk væri í Reykjavík? Ekki fyrirfinnst það á Egilsstöðum. Eftir undirskriftalistana sem gengið hafa á milli Skagamanna að undanförnu þar sem komu palestínskra flóttamanna er mótmælt mætti halda að þar óttist fólk mest að lenda á vergangi. Húsin þess verði tekin eignarnámi svo hola megi flóttafólkinu niður. Ekki fylltumst við stolti hér um árið þegar Einar heitinn Heimisson sagnfræðingur sagði okkur frá andstöðu íslenskra yfirvalda við því að leyfa gyðingum að setjast hér að á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Við sendum þá fáu sem þó náðu hingað bara beinustu leið í gasklefana. Það væri ömurlegt að endurtaka þau mistök. Þegar ég hleypti fyrrum samstarfskonu minni yfir götuna veitti ég því athygli að gula treyjan hennar var merkt Lottóinu. Framan á honum var táknmynd þess, hatturinn sem út úr vella grænir seðlar en aftan á stóð: „Ég er í vinningsliðinu." Kaldhæðnin fór ekki framhjá mér en samt getum við Íslendingar, hvernig sem komið er fyrir okkur, tekið undir þessi orð án þess að blikna sé miðað við palestínska flóttamenn. Sjáið húsið úti í Tjörninni. Það er fólk þar inni. Förum úr sokkum og skóm, vöðum út í og náum því á þurrt.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun