Íslenski boltinn

Þjálfari ÍH alls ekki sáttur - Utan vallar í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar

Mikael Nikulásson, þjálfari Hafnarfjarðarliðsins ÍH, er allt annað en sáttur við að KSÍ hafi dæmt þrjú stig af liðinu síðasta sumar. Með því að missa þessi stig féll ÍH niður í 3. deild.

Fjallað verður um málið í þættinum Utan vallar í kvöld. ÍH missi sæti sitt í 2. deild eftir að liðinu var dæmdur 3-0 ósigur gegn Tindastóli. Umræddur leikur var í lokaumferð deildarinnar síðasta sumar og vann ÍH leikinn, 1-0. Með sigrinum komst ÍH upp í 24 stig í deildinni og bjargaði sér þar með frá falli. Hins vegar er ljóst að samkvæmt úrskurðinum er ÍH með 21 stig og dugir það liðinu ekki til að halda sæti sínu í deildinni þar sem Hamar er með 22 stig. Hvergerðingar halda því sæti sínu í deildinni.

Tindastóll kærði úrslit leiksins þar sem forráðamönnum liðsins þótti afskipti Mikaels af leiknum of mikil en hann tók út leikbann í leiknum.

Utan vallar verður á dagskrá klukkan 21:40 á Stöð 2 Sport í kvöld en meðal annars efnis í þættinum er að landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson verður í nærmynd.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×