Stöðugleiki í stað eilífðarsveiflna Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. desember 2008 04:00 Viðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustundin verður. Munum við ná að vinna okkur út úr bankahruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? Vandræði margra heimila hófust ekki nú í október, heldur í mars þegar gengi krónunnar fór að falla, erlend lán hækkuðu sem og innfluttar vörur og með því verðbólgan. Nú um áramót horfum við aftur á móti með pínu söknuði til þess tíma þegar gengisvísitalan stóð þarna í kringum 160 stigin fram undir septembermánuð. Nú á meðan verið er að reyna að koma henni aftur undir 200. „Krónan verður gjaldmiðill þjóðarinnar enn um sinn, engum til gleði eða gagns," skrifaði Benedikt Jóhannesson hér í Fréttablaðinu í gær. Það er kórrétt greining hjá honum. Íslenska krónan er ekki gæfuleg táknmynd sjálfstæðis eða fullveldis, líkt og unnendur hennar hafa haldið fram, þegar hún heldur þjóðinni í höftum og ýtir undir hagsveiflur í stað þess að hvetja til stöðugleika. En í bili höfum við ekki aðra möguleika á gjaldmiðli. Einhliða upptaka evrunnar mun væntanlega reynast Íslandi of dýrkeypt, að minnsta kosti mun hún reynast dýr miðað við heilsufar krónunnar. Þeir eru reyndar orðnir fáir, unnendur íslensku krónunnar. Við notum hana, af því við höfum ekki annarra kosta völ, en það bíða allir eftir andlátinu. Ársins í ár verður minnst sem ársins sem krónan lést, þrátt fyrir að úrskurðuð dánarstund verði ekki fyrr en eftir nokkur ár. Fyrir þá sem það þurfa er hægt að hugga sig við það að verið er að ræða það innan mun stærri myntsvæða að þeirra myntir séu í raun andvana, myntir eins og danska krónan og breska pundið. Hvers á hin örsmáa íslenska króna þá að gjalda? Leit að lausn þessa gjaldeyrisvanda er eitt af mörgum verkefnum nýs árs, verkefni sem verður að takast á við með raunsæi, þó svo bjartsýnin sé kannski ekki mikil, og leysa með sóma. Öll þau verkefni snúa að því hvernig við byggjum upp Ísland til framtíðar, land sem við getum verið stolt af og snýst um stöðugleika en ekki sveiflurnar. Hvernig við getum stýrt landinu til hagvaxtar án ýktrar þenslu. Hvernig við byggjum upp nýjar atvinnugreinar sem byggja á menntaðri og hæfileikaríkri þjóð, en látum ekki áfall þessa árs draga úr okkur kjark. Árið 2009 þarf ekki að vera ár hnípinnar þjóðar í vanda, heldur skal það verða ár hnarreistrar þjóðar í leit að lausnum. Sem stendur er einblínt á ábyrgð og sekt. Skilanefndir bankanna þurfa að fara að skila af sér, Þeir sem sváfu á verðinum þurfa að axla sína ábyrgð. Það þarf að komast til botns í því hvort einhver refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Réttarríkið þarf að sýna að það standi sína plikt, þannig að dómstólar götunnar róist. Best hefði verið að rannsóknir og rannsóknarnefndir hefðu starfað fyrir opnum tjöldum, eða að minnsta kosti heyrt undir upplýsingalög. Vonandi verður afl almennings til að hafa skoðanir og velta fyrir sér samfélaginu jafn kröftugt þegar umræðan um sökudólga dvínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Viðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustundin verður. Munum við ná að vinna okkur út úr bankahruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? Vandræði margra heimila hófust ekki nú í október, heldur í mars þegar gengi krónunnar fór að falla, erlend lán hækkuðu sem og innfluttar vörur og með því verðbólgan. Nú um áramót horfum við aftur á móti með pínu söknuði til þess tíma þegar gengisvísitalan stóð þarna í kringum 160 stigin fram undir septembermánuð. Nú á meðan verið er að reyna að koma henni aftur undir 200. „Krónan verður gjaldmiðill þjóðarinnar enn um sinn, engum til gleði eða gagns," skrifaði Benedikt Jóhannesson hér í Fréttablaðinu í gær. Það er kórrétt greining hjá honum. Íslenska krónan er ekki gæfuleg táknmynd sjálfstæðis eða fullveldis, líkt og unnendur hennar hafa haldið fram, þegar hún heldur þjóðinni í höftum og ýtir undir hagsveiflur í stað þess að hvetja til stöðugleika. En í bili höfum við ekki aðra möguleika á gjaldmiðli. Einhliða upptaka evrunnar mun væntanlega reynast Íslandi of dýrkeypt, að minnsta kosti mun hún reynast dýr miðað við heilsufar krónunnar. Þeir eru reyndar orðnir fáir, unnendur íslensku krónunnar. Við notum hana, af því við höfum ekki annarra kosta völ, en það bíða allir eftir andlátinu. Ársins í ár verður minnst sem ársins sem krónan lést, þrátt fyrir að úrskurðuð dánarstund verði ekki fyrr en eftir nokkur ár. Fyrir þá sem það þurfa er hægt að hugga sig við það að verið er að ræða það innan mun stærri myntsvæða að þeirra myntir séu í raun andvana, myntir eins og danska krónan og breska pundið. Hvers á hin örsmáa íslenska króna þá að gjalda? Leit að lausn þessa gjaldeyrisvanda er eitt af mörgum verkefnum nýs árs, verkefni sem verður að takast á við með raunsæi, þó svo bjartsýnin sé kannski ekki mikil, og leysa með sóma. Öll þau verkefni snúa að því hvernig við byggjum upp Ísland til framtíðar, land sem við getum verið stolt af og snýst um stöðugleika en ekki sveiflurnar. Hvernig við getum stýrt landinu til hagvaxtar án ýktrar þenslu. Hvernig við byggjum upp nýjar atvinnugreinar sem byggja á menntaðri og hæfileikaríkri þjóð, en látum ekki áfall þessa árs draga úr okkur kjark. Árið 2009 þarf ekki að vera ár hnípinnar þjóðar í vanda, heldur skal það verða ár hnarreistrar þjóðar í leit að lausnum. Sem stendur er einblínt á ábyrgð og sekt. Skilanefndir bankanna þurfa að fara að skila af sér, Þeir sem sváfu á verðinum þurfa að axla sína ábyrgð. Það þarf að komast til botns í því hvort einhver refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Réttarríkið þarf að sýna að það standi sína plikt, þannig að dómstólar götunnar róist. Best hefði verið að rannsóknir og rannsóknarnefndir hefðu starfað fyrir opnum tjöldum, eða að minnsta kosti heyrt undir upplýsingalög. Vonandi verður afl almennings til að hafa skoðanir og velta fyrir sér samfélaginu jafn kröftugt þegar umræðan um sökudólga dvínar.