Rifist um sátt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. júní 2008 06:30 Þau eru að rífast um Þjóðarsáttina. Hver átti hugmyndina, hverjum ber heiðurinn, hverjir voru leikendur, hver var leikstjórinn. Allt brennur og þau eru að rífast um Þjóðarsáttina. Segir þetta okkur ekki eitthvað um íslenskt samfélag og umræðuhefð? Rifrildi um sátt... Þras um útrætt mál. Óvissa um atburði sem ætti að vera hægur leikur að ganga úr skugga um. Væri ekki ráð að spyrja bara Sáttasemjarann hvernig þetta var? Ætli hann muni þetta ekki? Ekki virðist hins vegar hvarfla að neinum að reyna að endurtaka leikinn. Greina vandann og bregðast síðan við honum með bestu hugsanlegum úrræðum. Hitt verð ég aftur á móti að játa: ég á engan heiður af Þjóðarsáttinni. Sátt um að rífastÞetta fáránlega rifrildi leiðir hins vegar hugann að því hve einstök Þjóðarsáttin var í raun og veru. Hún var ekki síst merkileg fyrir þá sök að allir þögnuðu sem snöggvast og litu upp og í kringum sig, hættu að rífast en einbeittu sér að því í smástund að greina vandann og leituðust síðan við að leysa hann með sameiginlegu átaki. Um þraseðli og rótgróinn átakakúltúr íslensks samfélags hafa verið skrifuð merk fræði og má þar nefna til að mynda bók Jesse Byocks Feud in the Icelandic Sagas þar sem hann skoðar deilumynstur í Íslendingasögunum og hvernig samfélaginu var haldið saman með ákveðnum reglum um það hvernig deilum skyldi háttað. Íslensk umræðuhefð einkennist af fullkomnu áhugaleysi um hugsanlega niðurstöðu eða yfirhöfuð veruleikann sjálfan. Menn eru hugfangnir af sjálfu rifrildinu og rækta blæbrigði þess af natni með hárfínum útúrsnúningum. Það ber að hanga eins og hundur á roði á tilteknum málstað hversu glataður sem hann kann að virðast. Þannig heldur maður virðingu. Aldrei aldrei aldrei skipta um skoðun. Aldrei viðurkenna neitt. Aldrei hugsa sig um. Því er nú rökrætt um það (sem er altalað) hvort bankarnir íslensku - sem bera ærna ábyrgð á peningalegum óförum þjóðarinnar - hafi framkallað sjálfir hagnað sinn á falli krónunnar og þar með bjargað ársfjórðungs-uppgjöri sínu. Þó hefði maður ætlað að það væri hægt að ganga úr skugga um þetta í eitt skipti fyrir öll og síðan haga umræðunni út frá því - þoka henni áfram í stað þess að vera sífellt að færa þannig undirstöður hennar. Af hverju ekki dínar?Svo er það umræðan um evru eða krónu. Andrés Magnússon, einn fimasti málsvari skuggaríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, birtir á bloggsíðu sinni línurit af því tagi sem máladeildarstúdent á borð við mig hlýtur að fá í hnén við að sjá, til að sanna hversu lítilvæg evran sé í íslenskum þjóðarbúskap gagnstætt dollaranum, sem væri þá nær að taka upp ef við ætlum á annað borð að taka upp annan gjaldmiðil - nú eða kannski svissneskan franka eða bara að endurvekja Kalmarsambandið... Var það í boði já? Með slíkum vífilengjum - að ekki sé talað um furðutal Geirs Haarde í útlöndum þar sem hann sagði nær að taka upp dollar en evru - tekst Sjálfstæðismönnum að skjóta sér undan því að ræða af alvöru þetta aðkallandi mál sem snertir hag allra íslenskra heimila eins og Hallgrímur sýndi svo vel fram á hér í blaðinu núna á laugardaginn þar sem hann rakti skilmerkilega ýms dæmi um það hvernig gengisflöktið á krónunni leikur okkur neytendur. Enn hefur Sjálfstæðismönnum ekki tekist að sýna okkur fram á að íslenska krónan hafi annað gildi en að Davíð hafi völd yfir henni. Skiljanlegt er að það sé mikilsvert fyrir Flokksmenn en fyrir okkur hin verður fleira að koma til en að sá ágæti maður hafi eitthvað fyrir stafni. Eru Sjálfstæðismenn eftir dag Einars Odds kannski ófærir um að gera Þjóðarsátt? Það rifjast að minnsta kosti upp að Þjóðarsáttin var gerð þetta stutta hlé sem varð á stjórnarsetu Sjálfstæðismanna á árunum kringum 1990, þegar lögð voru drög að EES einnig á meðan Sjálfstæðismenn kröfðust tvíhliða samninga við Evrópusambandið. Sú vinstri stjórn lifði af kosningarnar á sínum tíma en lifði hins vegar ekki af þá stjórnmálamenn sem þá voru í vinstri flokkunum. Alþýðubandalagið var á móti EES og stakk upp á að þjóðin gengi í Asíu. Framsóknarflokkurinn vildi að þjóðin gengi í SÍS en Kratarnir vildu ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Við þurfum stjórnmálamenn sem hafa áhuga á veruleikanum og langar að stuðla að bættum kjörum hér. Núverandi ríkisstjórn virðist ófær um að taka þátt í Þjóðarsátt, enda virðist stjórnin einkum starfa eftir því hvaða ráðherrar eru vakandi hverju sinni. Kannski kominn tími á kosningar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Þau eru að rífast um Þjóðarsáttina. Hver átti hugmyndina, hverjum ber heiðurinn, hverjir voru leikendur, hver var leikstjórinn. Allt brennur og þau eru að rífast um Þjóðarsáttina. Segir þetta okkur ekki eitthvað um íslenskt samfélag og umræðuhefð? Rifrildi um sátt... Þras um útrætt mál. Óvissa um atburði sem ætti að vera hægur leikur að ganga úr skugga um. Væri ekki ráð að spyrja bara Sáttasemjarann hvernig þetta var? Ætli hann muni þetta ekki? Ekki virðist hins vegar hvarfla að neinum að reyna að endurtaka leikinn. Greina vandann og bregðast síðan við honum með bestu hugsanlegum úrræðum. Hitt verð ég aftur á móti að játa: ég á engan heiður af Þjóðarsáttinni. Sátt um að rífastÞetta fáránlega rifrildi leiðir hins vegar hugann að því hve einstök Þjóðarsáttin var í raun og veru. Hún var ekki síst merkileg fyrir þá sök að allir þögnuðu sem snöggvast og litu upp og í kringum sig, hættu að rífast en einbeittu sér að því í smástund að greina vandann og leituðust síðan við að leysa hann með sameiginlegu átaki. Um þraseðli og rótgróinn átakakúltúr íslensks samfélags hafa verið skrifuð merk fræði og má þar nefna til að mynda bók Jesse Byocks Feud in the Icelandic Sagas þar sem hann skoðar deilumynstur í Íslendingasögunum og hvernig samfélaginu var haldið saman með ákveðnum reglum um það hvernig deilum skyldi háttað. Íslensk umræðuhefð einkennist af fullkomnu áhugaleysi um hugsanlega niðurstöðu eða yfirhöfuð veruleikann sjálfan. Menn eru hugfangnir af sjálfu rifrildinu og rækta blæbrigði þess af natni með hárfínum útúrsnúningum. Það ber að hanga eins og hundur á roði á tilteknum málstað hversu glataður sem hann kann að virðast. Þannig heldur maður virðingu. Aldrei aldrei aldrei skipta um skoðun. Aldrei viðurkenna neitt. Aldrei hugsa sig um. Því er nú rökrætt um það (sem er altalað) hvort bankarnir íslensku - sem bera ærna ábyrgð á peningalegum óförum þjóðarinnar - hafi framkallað sjálfir hagnað sinn á falli krónunnar og þar með bjargað ársfjórðungs-uppgjöri sínu. Þó hefði maður ætlað að það væri hægt að ganga úr skugga um þetta í eitt skipti fyrir öll og síðan haga umræðunni út frá því - þoka henni áfram í stað þess að vera sífellt að færa þannig undirstöður hennar. Af hverju ekki dínar?Svo er það umræðan um evru eða krónu. Andrés Magnússon, einn fimasti málsvari skuggaríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, birtir á bloggsíðu sinni línurit af því tagi sem máladeildarstúdent á borð við mig hlýtur að fá í hnén við að sjá, til að sanna hversu lítilvæg evran sé í íslenskum þjóðarbúskap gagnstætt dollaranum, sem væri þá nær að taka upp ef við ætlum á annað borð að taka upp annan gjaldmiðil - nú eða kannski svissneskan franka eða bara að endurvekja Kalmarsambandið... Var það í boði já? Með slíkum vífilengjum - að ekki sé talað um furðutal Geirs Haarde í útlöndum þar sem hann sagði nær að taka upp dollar en evru - tekst Sjálfstæðismönnum að skjóta sér undan því að ræða af alvöru þetta aðkallandi mál sem snertir hag allra íslenskra heimila eins og Hallgrímur sýndi svo vel fram á hér í blaðinu núna á laugardaginn þar sem hann rakti skilmerkilega ýms dæmi um það hvernig gengisflöktið á krónunni leikur okkur neytendur. Enn hefur Sjálfstæðismönnum ekki tekist að sýna okkur fram á að íslenska krónan hafi annað gildi en að Davíð hafi völd yfir henni. Skiljanlegt er að það sé mikilsvert fyrir Flokksmenn en fyrir okkur hin verður fleira að koma til en að sá ágæti maður hafi eitthvað fyrir stafni. Eru Sjálfstæðismenn eftir dag Einars Odds kannski ófærir um að gera Þjóðarsátt? Það rifjast að minnsta kosti upp að Þjóðarsáttin var gerð þetta stutta hlé sem varð á stjórnarsetu Sjálfstæðismanna á árunum kringum 1990, þegar lögð voru drög að EES einnig á meðan Sjálfstæðismenn kröfðust tvíhliða samninga við Evrópusambandið. Sú vinstri stjórn lifði af kosningarnar á sínum tíma en lifði hins vegar ekki af þá stjórnmálamenn sem þá voru í vinstri flokkunum. Alþýðubandalagið var á móti EES og stakk upp á að þjóðin gengi í Asíu. Framsóknarflokkurinn vildi að þjóðin gengi í SÍS en Kratarnir vildu ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Við þurfum stjórnmálamenn sem hafa áhuga á veruleikanum og langar að stuðla að bættum kjörum hér. Núverandi ríkisstjórn virðist ófær um að taka þátt í Þjóðarsátt, enda virðist stjórnin einkum starfa eftir því hvaða ráðherrar eru vakandi hverju sinni. Kannski kominn tími á kosningar?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun