Formúla 1

Vettel: Ég er ekki Schumacher

Vettel er kallaður "Litli-Schumi"
Vettel er kallaður "Litli-Schumi" NordicPhotos/GettyImages

Þjóðverjinn Sebastian Vettel vill ekki láta bera sig saman við Michael Schumacher þó hann hafi orðið yngsti sigurvegarinn í sögu Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark á Monza-brautinni í gær.

Hinn 21 árs gamli ökumaður Toro Rosso var að vonum ánægður með sigurinn í gær, en hann gerir sér grein fyrir því að líklega mun enginn feta í fótspor hins sjöfalda heimsmeistara.

"Menn verða að hafa í huga hvað Schumacher gerði áður en þeir fara að tala um svona samanburð. Ég er mjög ungur er rétt að byrja ferilinn, svo ég held að menn þurfi ekki að vera að bera okkur saman. Það væri frekar að nefna Fernando Alonso þar sem hann hefur nú þegar unnið tvo titla," sagði Vettel, sem kallaður er "Litli-Schumi" og er reyndar góður vinur Schumachers.

"Michael er líklega einn besti ökumaður allra tíma og ég er í rauninni stoltur bara af því að þekkja hann. Hann er fínn náungi og mjög jarðbundinn," sagði Vettel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×