Skólinn hlýtur að bera ábyrgð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 25. apríl 2008 08:36 Fyrr á þessu ári var móðir dæmd í héraði til að greiða kennara barns síns bætur vegna áverka sem hann hlaut í slysi í skólanum. Slysið varð með þeim hætti að barn skellti aftur rennihurð sem lenti á höfði kennarans en hann hlaut 25 prósenta örorku af völdum áverkans. Móðir barnsins var vel tryggð og því var ljóst að tryggingafélag hennar myndi greiða bæturnar, sem námu tæplega tíu milljónum króna. Sveitarfélagið, sem á og rekur skólann, var ekki dæmt til greiðslu bóta. Dómnum hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar, bæði af tryggingarfélagi móðurinnar og lögmanni kennarans, sem vill að ábyrgð skólans verði viðurkennd. Það sem vakti athygli í þessu máli er einmitt að ábyrgð skólans, eða sveitarfélagsins sem eiganda og rekstraraðila hans, er ekki viðurkennd í dómi héraðsdóms. Fagmenn komu þó fyrir dóminn og lýstu því að frágangur rennihurðarinnar sem slysinu olli hefði verið ófullnægjandi. Enginn fagmaður kom fyrir dóminn til að meta fötlun barnsins, sem er með Asperger-heilkenni, heldur notaðist dómurinn við upplýsingabækling um Asperger-heilkenni. Sérkennilegt hlýtur að teljast að héraðsdómur sá ekki ástæðu til að kalla til sérfræðing á sviði fötlunar barnsins. Óskandi er að Hæstiréttur bæti úr því eða vísi málinu aftur í hérað. Umræður í kjölfar dómsins urðu nokkuð tilfinningaþrungnar, enda um afar viðkvæmt mál að ræða. Ljóst er að barnið var í uppnámi og að rennihurðin var hættuleg. Einnig liggur fyrir að kennarinn er 25 prósent öryrki og að áverkarnir sem hann hlaut skerða verulega lífsgæði hans. Það sem upp úr stendur er einmitt það sem lögmaður kennarans ætlar nú að láta reyna á í Hæstarétti, ábyrgð skólans. Á slys eins og það sem kennarinn varð fyrir hlýtur að bera að líta sem vinnuslys, slys sem verður af völdum óviljaverks barns í uppnámi annars vegar og ófullnægjandi frágangs á húsnæði hins vegar. Dómurinn vekur því spurningar um ábyrgð atvinnurekanda og eiganda húsnæðisins, sem í báðum tilvikum er sveitarfélagið. Því er ekki haldið fram að barn sem vísvitandi og af einbeittum vilja veldur starfsmanni skóla eða samnemanda áverka, eigi ekki með fulltingi foreldra sinna að axla ábyrgð. Sömuleiðis ef eignaspjöll verða af völdum meðvitaðrar skemmdarstarfsemi. Í umræddu tilviki er þetta hins vegar ekki fyrir hendi. Þar verður barn í uppnámi fyrir því að valda kennara sínum örorku. Ljóst er að kennaranum ber að fá bætur vegna tjónsins sem hann hefur orðið fyrir en jafnljóst er að það er með öllu ómaklegt að bótaskyldan hvíli á barninu en ekki atvinnurekanda kennarans og eiganda húsnæðisins þar sem frágangi var ábótavant. Vonandi skýrist þetta í Hæstarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Fyrr á þessu ári var móðir dæmd í héraði til að greiða kennara barns síns bætur vegna áverka sem hann hlaut í slysi í skólanum. Slysið varð með þeim hætti að barn skellti aftur rennihurð sem lenti á höfði kennarans en hann hlaut 25 prósenta örorku af völdum áverkans. Móðir barnsins var vel tryggð og því var ljóst að tryggingafélag hennar myndi greiða bæturnar, sem námu tæplega tíu milljónum króna. Sveitarfélagið, sem á og rekur skólann, var ekki dæmt til greiðslu bóta. Dómnum hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar, bæði af tryggingarfélagi móðurinnar og lögmanni kennarans, sem vill að ábyrgð skólans verði viðurkennd. Það sem vakti athygli í þessu máli er einmitt að ábyrgð skólans, eða sveitarfélagsins sem eiganda og rekstraraðila hans, er ekki viðurkennd í dómi héraðsdóms. Fagmenn komu þó fyrir dóminn og lýstu því að frágangur rennihurðarinnar sem slysinu olli hefði verið ófullnægjandi. Enginn fagmaður kom fyrir dóminn til að meta fötlun barnsins, sem er með Asperger-heilkenni, heldur notaðist dómurinn við upplýsingabækling um Asperger-heilkenni. Sérkennilegt hlýtur að teljast að héraðsdómur sá ekki ástæðu til að kalla til sérfræðing á sviði fötlunar barnsins. Óskandi er að Hæstiréttur bæti úr því eða vísi málinu aftur í hérað. Umræður í kjölfar dómsins urðu nokkuð tilfinningaþrungnar, enda um afar viðkvæmt mál að ræða. Ljóst er að barnið var í uppnámi og að rennihurðin var hættuleg. Einnig liggur fyrir að kennarinn er 25 prósent öryrki og að áverkarnir sem hann hlaut skerða verulega lífsgæði hans. Það sem upp úr stendur er einmitt það sem lögmaður kennarans ætlar nú að láta reyna á í Hæstarétti, ábyrgð skólans. Á slys eins og það sem kennarinn varð fyrir hlýtur að bera að líta sem vinnuslys, slys sem verður af völdum óviljaverks barns í uppnámi annars vegar og ófullnægjandi frágangs á húsnæði hins vegar. Dómurinn vekur því spurningar um ábyrgð atvinnurekanda og eiganda húsnæðisins, sem í báðum tilvikum er sveitarfélagið. Því er ekki haldið fram að barn sem vísvitandi og af einbeittum vilja veldur starfsmanni skóla eða samnemanda áverka, eigi ekki með fulltingi foreldra sinna að axla ábyrgð. Sömuleiðis ef eignaspjöll verða af völdum meðvitaðrar skemmdarstarfsemi. Í umræddu tilviki er þetta hins vegar ekki fyrir hendi. Þar verður barn í uppnámi fyrir því að valda kennara sínum örorku. Ljóst er að kennaranum ber að fá bætur vegna tjónsins sem hann hefur orðið fyrir en jafnljóst er að það er með öllu ómaklegt að bótaskyldan hvíli á barninu en ekki atvinnurekanda kennarans og eiganda húsnæðisins þar sem frágangi var ábótavant. Vonandi skýrist þetta í Hæstarétti.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun