Sparnaðarráð Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 25. september 2008 07:00 Sumar stéttir blómstra á krepputímum. Sparnaðarráðgjafar eru ein þeirra. Smjör drýpur af hverju strái í húsakynnum þeirra þessa dagana þar sem prólarnir flykkjast að, ólmir í að fá að borga fyrir að meðtaka fagnaðarerindið um að eyða ekki um efni fram. Ég er aumingjagóður maður og þykir skemmtilegt að hjálpa lítilmagnanum. Þess vegna hef ég ákveðið að birta hér örfá vel valin hollráð úr væntanlegri bók minni, Sjálfshjálparbók handa blankri þjóð: 1. Þarftu að láta taka myndir af fjölskyldunni fyrir jólin? Það er óþarfi að borga stórfé fyrir myndatöku og prentun. Vertu vakandi fyrir fjöldasamkomum eða stórviðburðum og dragðu svo fjölskylduna á staðinn. Það er nokkurn veginn öruggt að þar verða staddir atvinnuljósmyndarar og hægur leikur er að troða sér framarlega og tryggja að fjölskyldan festist á mynd. Dagblöðin sjá svo um prentun og fjölföldun og það eina sem þú þarft að gera er að klippa myndirnar út og líma í ókeypis jólakortin sem þú varðst þér úti um með ráðum síðasta kafla [sjá bók]. 2. Flækingskettir þurfa ekki að vera vandamál. Jafnvel á ketti af allra smæstu tegund finnst nægilegur matur í fínustu sunnudagssteik fyrir meðalfjölskyldu. Í kaupbæti fylgir ágætis feldur, sem kemur sér vel þegar þú fylgir ráðum 7. kafla [sjá bók] og lokar fyrir heita vatnið. Í þokkabót ertu að leggja þitt af mörkum til að stuðla að hreinni og fegurri borg. 3. Lífið snýst um fleira en að tóra. Jafnvel mestu sparnaðarforkólfar þurfa að gera sér dagamun endrum og eins. Sniðugt er að taka að sér fatlaðan einstakling í liðveislu. Þú ert ekki einvörðungu að fá ferðir á kaffihús og ýmsa viðburði fríar, heldur færðu borgað fyrir viðvikið að auki! Tilfinningin sem fylgir því að gera góðverk er svo algjör bónus og hana ásamt félagsskapnum er hægt að gera út á í ritstörfum (sjá kafla 13 - Bloggað til fjár). Eins og sjá má úir og grúir af ómetanlegum sparnaðarráðum í þessari ómissandi bók minni. Ekki láta gírugu sparnaðarráðgjafana hafa af þér fé í staðinn fyrir kommon sens ráð sem allir geta sagt sér sjálfir. Pantaðu frekar Sjálfshjálparbók handa blankri þjóð. Ef þú forpantar strax í dag læt ég fylgja með bæklinginn Hvernig skal nýta sér örvæntingu fólks á krepputímum - algjörlega frítt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Sumar stéttir blómstra á krepputímum. Sparnaðarráðgjafar eru ein þeirra. Smjör drýpur af hverju strái í húsakynnum þeirra þessa dagana þar sem prólarnir flykkjast að, ólmir í að fá að borga fyrir að meðtaka fagnaðarerindið um að eyða ekki um efni fram. Ég er aumingjagóður maður og þykir skemmtilegt að hjálpa lítilmagnanum. Þess vegna hef ég ákveðið að birta hér örfá vel valin hollráð úr væntanlegri bók minni, Sjálfshjálparbók handa blankri þjóð: 1. Þarftu að láta taka myndir af fjölskyldunni fyrir jólin? Það er óþarfi að borga stórfé fyrir myndatöku og prentun. Vertu vakandi fyrir fjöldasamkomum eða stórviðburðum og dragðu svo fjölskylduna á staðinn. Það er nokkurn veginn öruggt að þar verða staddir atvinnuljósmyndarar og hægur leikur er að troða sér framarlega og tryggja að fjölskyldan festist á mynd. Dagblöðin sjá svo um prentun og fjölföldun og það eina sem þú þarft að gera er að klippa myndirnar út og líma í ókeypis jólakortin sem þú varðst þér úti um með ráðum síðasta kafla [sjá bók]. 2. Flækingskettir þurfa ekki að vera vandamál. Jafnvel á ketti af allra smæstu tegund finnst nægilegur matur í fínustu sunnudagssteik fyrir meðalfjölskyldu. Í kaupbæti fylgir ágætis feldur, sem kemur sér vel þegar þú fylgir ráðum 7. kafla [sjá bók] og lokar fyrir heita vatnið. Í þokkabót ertu að leggja þitt af mörkum til að stuðla að hreinni og fegurri borg. 3. Lífið snýst um fleira en að tóra. Jafnvel mestu sparnaðarforkólfar þurfa að gera sér dagamun endrum og eins. Sniðugt er að taka að sér fatlaðan einstakling í liðveislu. Þú ert ekki einvörðungu að fá ferðir á kaffihús og ýmsa viðburði fríar, heldur færðu borgað fyrir viðvikið að auki! Tilfinningin sem fylgir því að gera góðverk er svo algjör bónus og hana ásamt félagsskapnum er hægt að gera út á í ritstörfum (sjá kafla 13 - Bloggað til fjár). Eins og sjá má úir og grúir af ómetanlegum sparnaðarráðum í þessari ómissandi bók minni. Ekki láta gírugu sparnaðarráðgjafana hafa af þér fé í staðinn fyrir kommon sens ráð sem allir geta sagt sér sjálfir. Pantaðu frekar Sjálfshjálparbók handa blankri þjóð. Ef þú forpantar strax í dag læt ég fylgja með bæklinginn Hvernig skal nýta sér örvæntingu fólks á krepputímum - algjörlega frítt!
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun