Þrjátíu nefndarmenn á vegum demokrataflokksins í Bandaríkjunum sitja nú á fundi sem getur haft úrslitaáhrif á það hver verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningum í haust.
Barack Obama er samkvæmt núgildandi reglum einungis 45 fulltrúum frá því að fá meirihluta fulltrúa á þinginu. En meirihluti reglunefndarinnar styður Clinton. Nefndin gæti ákveðið að leyfa 368 fulltrúum frá Michigan og Flórída að taka þátt í atkvæðagreiðslunni í haust.
Þá breytast allar reikniformúlurnar og það gæti blásið nýju lífi í baráttu Hillary Clinton.