Hætt við tónleika Nightwish 29. júlí 2008 03:45 Snorri segir tónleikahald of mikla áhættu. MYND/Arnþór Snorri H. Guðmundsson þurfti að hætta við tónleika með þungarokkssveitinni Nightwish vegna ástands í efnahagslífinu. Finnska þungarokksveitin Nightwish mun ekki spila í Laugardalshöll þann 25. október eins og ætlað var. Á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að tónleikunum hafi „verið aflýst af tónleikahaldara, sem dró bókunina til baka í flýti áður en forsala hófst". Snorri H. Guðmundsson markaðsfræðingur er tónleikahaldarinn sem um ræðir. Hann segir gengisfall krónunnar hafa hækkað kostnað upp úr öllu valdi og samdráttinn í þjóðfélaginu gera mönnum ókleift að flytja inn millistór bönd. „Jafnvel þótt ég myndi fylla Höllina næði það ekki að dekka kostnaðinn. Ég hef verið að tala við þá í Laugardalshöllinni og á miða.is og það eru allir á þeirri skoðun að það sé stórhættulegt að halda tónleika núna og menn eru víst að bakka út í stórum stíl. En það hefði verið gaman að fá þau hingað." Snorri spáði reyndar fyrir um efnahagsskellinn 2006. „Ég vissi bara ekki að hann yrði svona stór." Hann segir aukaskattlagningu á útlent tónleikahald ekki hafa skipt sköpum í þessu máli. Hvernig bregst hljómsveitin við? „Bara mjög vel. Ég var svolítið stressaður að þau myndu verða fúl." Einn meðlima skrifaði Snorra: „Ég skil ástæður þínar algjörlega og við tökum þetta alls ekki stinnt upp. Það getur verið að við komum samt til Íslands í frí, ef við erum ekki að spila annars staðar. Ef það gerist þurfum við að hittast og fá okkur drykk saman." Snorri segir alla aðila sem að komu hafa veitt sér fullan stuðning. „Þeir hjá miða.is sögðust vera mjög fegnir yfir því að ég hafði bakkað út." Nightwish hafa að vera að gera það gott nýlega. DVD diskur þeirra, End of an Era, fór í platínum-sölu í Þýskalandi en diskurinn hefur selst í 50.000 eintökum. -kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Snorri H. Guðmundsson þurfti að hætta við tónleika með þungarokkssveitinni Nightwish vegna ástands í efnahagslífinu. Finnska þungarokksveitin Nightwish mun ekki spila í Laugardalshöll þann 25. október eins og ætlað var. Á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að tónleikunum hafi „verið aflýst af tónleikahaldara, sem dró bókunina til baka í flýti áður en forsala hófst". Snorri H. Guðmundsson markaðsfræðingur er tónleikahaldarinn sem um ræðir. Hann segir gengisfall krónunnar hafa hækkað kostnað upp úr öllu valdi og samdráttinn í þjóðfélaginu gera mönnum ókleift að flytja inn millistór bönd. „Jafnvel þótt ég myndi fylla Höllina næði það ekki að dekka kostnaðinn. Ég hef verið að tala við þá í Laugardalshöllinni og á miða.is og það eru allir á þeirri skoðun að það sé stórhættulegt að halda tónleika núna og menn eru víst að bakka út í stórum stíl. En það hefði verið gaman að fá þau hingað." Snorri spáði reyndar fyrir um efnahagsskellinn 2006. „Ég vissi bara ekki að hann yrði svona stór." Hann segir aukaskattlagningu á útlent tónleikahald ekki hafa skipt sköpum í þessu máli. Hvernig bregst hljómsveitin við? „Bara mjög vel. Ég var svolítið stressaður að þau myndu verða fúl." Einn meðlima skrifaði Snorra: „Ég skil ástæður þínar algjörlega og við tökum þetta alls ekki stinnt upp. Það getur verið að við komum samt til Íslands í frí, ef við erum ekki að spila annars staðar. Ef það gerist þurfum við að hittast og fá okkur drykk saman." Snorri segir alla aðila sem að komu hafa veitt sér fullan stuðning. „Þeir hjá miða.is sögðust vera mjög fegnir yfir því að ég hafði bakkað út." Nightwish hafa að vera að gera það gott nýlega. DVD diskur þeirra, End of an Era, fór í platínum-sölu í Þýskalandi en diskurinn hefur selst í 50.000 eintökum. -kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira