Í morgun var dregið í badmintonkeppni Ólympíuleikana. Ragna Ingólfsdóttir mun mæta Eriko Hirose frá Japan í fyrstu umferð en það verður í fyrsta sinn sem þær mætast í alþjóðlegri keppni.
Alls eru 47 keppendur í einliðaleik kvenna, Eriko er talin 13. sterkasti keppandinn en Ragna 32. sterkasti. Það er því ljóst að Ragna á erfitt verkefni fyrir höndum.
Laugardaginn 9. ágúst hefst badmintonkeppni Ólympíuleikana.