Íslendingur leiðir hjálparstarf Microsoft í Búrma Guðjón Helgason skrifar 12. maí 2008 18:30 Íslendingi hefur verið falið að leiða hjálparstarf bandarískra tölvurisans Microsoft á hamfarasvæðunum í Búrma. Hans verkefni verður að tengja hjálparsamtök á vettvangi og nærri honum saman með nýjustu tækni. Talið er að um tvær milljónir Búrmabúa eigi um sárt að binda eftir að fellbylurinn Nargis fór yfir landið fyrir rúmri viku. Hjálparsamtök segja að hjálpargögn hafi aðeins borist til um þriðjungs þeirra sem þurfi. Flugvélar með hjálpargögn lentu í höfuðborginni Rangoon í dag, þar á meðal ein frá Bandaríkjunum, sú fyrsta þaðan. Herforingjastjórnin heldur enn við fyrri áform um að sjá sjálf um að dreifa þeim og tregðast enn við að hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið. Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi bandaríska tölvurisans Microsoft, tilkynnti fyrir helgi að fyrirtæki hans ætlaði eftir besta mætti að styðja við starf þeirra stofnana sem tækju þátt í hjálparstarfi í Búrma. Gísli Rafn Ólafsson, starfsmaður Microsoft á Íslandi, er einn stjórnenda alþjóðasveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og meðlimur í alþjóðlegu neyðarhjálparteymi Sameinuðu þjóðanna, hefur fengið það hlutverk að leiða þetta verkefni fyrir Microsoft. „Við erum ekki sérfræðingar í því að veita neyðaraðstoð," segir Gísli Rafn. „Við erum sérfræðingar í hinum ýmsu tölvulausnum og hugbúnaðarlausnum og samskiptalausnum." Gísli Rafn segir að þar sem finna megi vandamál á borð við það að hjálparstofnanir eigi erfitt með að dreifa upplýsingum sín á milli geti Microsoft komið til og hjálpað með sinni tækni. Gísli Rafn er í Taílandi þar sem flest hjálparsamtök sem vilja hjálpa í Búrma eru með höfuðstöðvar á svæðinu. Hann segist ekki eiga von á að fara inn í Búrma þar sem Microsoft sé bandarískt fyrirtæki og viðskiptabann í gildi. Erlent Fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Íslendingi hefur verið falið að leiða hjálparstarf bandarískra tölvurisans Microsoft á hamfarasvæðunum í Búrma. Hans verkefni verður að tengja hjálparsamtök á vettvangi og nærri honum saman með nýjustu tækni. Talið er að um tvær milljónir Búrmabúa eigi um sárt að binda eftir að fellbylurinn Nargis fór yfir landið fyrir rúmri viku. Hjálparsamtök segja að hjálpargögn hafi aðeins borist til um þriðjungs þeirra sem þurfi. Flugvélar með hjálpargögn lentu í höfuðborginni Rangoon í dag, þar á meðal ein frá Bandaríkjunum, sú fyrsta þaðan. Herforingjastjórnin heldur enn við fyrri áform um að sjá sjálf um að dreifa þeim og tregðast enn við að hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið. Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi bandaríska tölvurisans Microsoft, tilkynnti fyrir helgi að fyrirtæki hans ætlaði eftir besta mætti að styðja við starf þeirra stofnana sem tækju þátt í hjálparstarfi í Búrma. Gísli Rafn Ólafsson, starfsmaður Microsoft á Íslandi, er einn stjórnenda alþjóðasveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og meðlimur í alþjóðlegu neyðarhjálparteymi Sameinuðu þjóðanna, hefur fengið það hlutverk að leiða þetta verkefni fyrir Microsoft. „Við erum ekki sérfræðingar í því að veita neyðaraðstoð," segir Gísli Rafn. „Við erum sérfræðingar í hinum ýmsu tölvulausnum og hugbúnaðarlausnum og samskiptalausnum." Gísli Rafn segir að þar sem finna megi vandamál á borð við það að hjálparstofnanir eigi erfitt með að dreifa upplýsingum sín á milli geti Microsoft komið til og hjálpað með sinni tækni. Gísli Rafn er í Taílandi þar sem flest hjálparsamtök sem vilja hjálpa í Búrma eru með höfuðstöðvar á svæðinu. Hann segist ekki eiga von á að fara inn í Búrma þar sem Microsoft sé bandarískt fyrirtæki og viðskiptabann í gildi.
Erlent Fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira