Erlent

Karzai ómeiddur eftir tilræði

Guðjón Helgason skrifar

Talíbanar reyndu í morgun að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum. Forsetinn var viðstaddur fjölmenn hátíðarhöld í höfuðborginni Kabúl þar sem þess var minnst að 16 ár eru frá falli kommúnista stjórnar landsins. Allir helstu stjórnmálaleiðtogar landsins og erlendir sendimenn voru viðstaddir.

Skyndilega hófst mikil vélbyssuskothríð. Öryggisverðir slógu skjaldborg um forsetann og komu honum í öruggt skjól. Allt sást þetta í beinni sjónvarpsútsendingu.

3 af 6 árásarmönnum voru felldir. Einn almennur borgari féll í árásinni, 11 særðust.

Ekki er vitað til þess að nokkrir Íslendingar hafi verið á vettvangi þegar árásin var gerð en 13 íslenskir friðargæsluliðar starfa í Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×