Þegar gengið réðst á mig! Gerður Kristný skrifar 11. október 2008 04:00 Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina. Á öðrum handleggnum stóð „AFTER DARKNESS" en á hinum „LIGHT WILL APPEARS". Letrið var það sama og konur nota þegar þær merkja handklæði. Þegar ég leit út um gluggann minn blöstu við mér setningar úr leikritum Strindbergs, enda Blái turninn þar sem hann bjó síðustu árin skammt undan. „Klók rotta verður að hafa marga hala" beið mín í hvert skipti sem ég sté út á götu en nokkru neðar gat að líta setningu sem var eitthvað á þá leið að hagfræði hefði bara verið fundin upp af ríku fólki svo það gæti arðrænt þau sem minna mættu sín. Allar þessar orðsendingar, hvort sem þær voru á handleggjum unga mannsins eða steyptar ofan í götuna, fannst mér hljóta að gefa mér vísbendingar um íslenskt efnahagslíf. Það var nefnilega ekki laust við að ég hefði velt því eilítið fyrir mér, kona sem eitt sinn kom fram í auglýsingaherferð fyrir KB-banka og sagði: „Vöxtur - þú færð meira." Meira en hvað? Ég var aldrei alveg viss en hvað um það, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Nú þyrfti bara að beita hyggju og bíða þetta af sér. Þá myndi ljósið skína á nýjan leik. Þrátt fyrir alla bjartsýnina kom loks að því að gengið réðist á mig og þá var ekkert annað að gera en að taka á sprett út úr verslunarhöllunum. Ég vafraði inn í Södermalm, fallega hverfið þar sem Greta Garbo ólst upp og var einmitt stödd þar í almenningsgarði þegar töfrarnir urðu. Ofan úr undurháum hlynum svifu laufin eitt af öðru, gul, brún og rauð. Ég skimaði í kringum mig og velti því fyrir mér hvort ekki væri örugglega selt inn á þessa sýningu en hvergi var lúgu að sjá. Þetta var allt svona líka algjörlega ókeypis. Sá sem lærir að meta það litla í lífinu fær alveg örugglega meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun
Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina. Á öðrum handleggnum stóð „AFTER DARKNESS" en á hinum „LIGHT WILL APPEARS". Letrið var það sama og konur nota þegar þær merkja handklæði. Þegar ég leit út um gluggann minn blöstu við mér setningar úr leikritum Strindbergs, enda Blái turninn þar sem hann bjó síðustu árin skammt undan. „Klók rotta verður að hafa marga hala" beið mín í hvert skipti sem ég sté út á götu en nokkru neðar gat að líta setningu sem var eitthvað á þá leið að hagfræði hefði bara verið fundin upp af ríku fólki svo það gæti arðrænt þau sem minna mættu sín. Allar þessar orðsendingar, hvort sem þær voru á handleggjum unga mannsins eða steyptar ofan í götuna, fannst mér hljóta að gefa mér vísbendingar um íslenskt efnahagslíf. Það var nefnilega ekki laust við að ég hefði velt því eilítið fyrir mér, kona sem eitt sinn kom fram í auglýsingaherferð fyrir KB-banka og sagði: „Vöxtur - þú færð meira." Meira en hvað? Ég var aldrei alveg viss en hvað um það, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Nú þyrfti bara að beita hyggju og bíða þetta af sér. Þá myndi ljósið skína á nýjan leik. Þrátt fyrir alla bjartsýnina kom loks að því að gengið réðist á mig og þá var ekkert annað að gera en að taka á sprett út úr verslunarhöllunum. Ég vafraði inn í Södermalm, fallega hverfið þar sem Greta Garbo ólst upp og var einmitt stödd þar í almenningsgarði þegar töfrarnir urðu. Ofan úr undurháum hlynum svifu laufin eitt af öðru, gul, brún og rauð. Ég skimaði í kringum mig og velti því fyrir mér hvort ekki væri örugglega selt inn á þessa sýningu en hvergi var lúgu að sjá. Þetta var allt svona líka algjörlega ókeypis. Sá sem lærir að meta það litla í lífinu fær alveg örugglega meira.