Formúla 1

Massa lærði mikið af Schumacher

Felipe Massa hefur notið stuðnings Michael Schumacher og þeim er vel til vina.
Felipe Massa hefur notið stuðnings Michael Schumacher og þeim er vel til vina. mynd: kappakstur.is

Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher.

"Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans.

"Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello."

Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti.

"Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri.

Sjá brautina í Brasilíu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×