Hreyfanlega vinnuaflið Jón Kaldal skrifar 10. september 2008 06:00 Íslenskt samfélag er þessar vikur og mánuði að ganga í gegnum merkilega tilraun sem aldrei hefur verið reynd áður hér á landi. Það má kalla hana: Hvernig hegðar hreyfanlegt vinnuafl sér í hnattvæddum heimi? Í byrjun þessa árs var hlutfall útlendinga um tíu prósent af vinnumarkaðinum og var hvergi hærra á Norðurlöndunum. Talið í hausum voru þetta um 18.000 manns. Á sama tíma var skráð atvinnuleysi um eitt prósent. Eftir látlausar fréttir af uppsögnum, stöðvun framkvæmda og niðurskurði mætti ætla að vinnumarkaðurinn væri hart leikinn þetta haust. Tilfellið er þó annað, að minnsta kosti enn sem komið er. Púlsinn er sterkur. Atvinnuauglýsingablöð dagblaðanna eru stútfull af auglýsingum eftir fólki í fjölbreytt störf. Og atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki, aðeins rétt ríflega eitt prósent. Það er athyglisvert, sérstaklega þegar höfð er í huga sú gamla þumalputtaregla að atvinnuleysi undir tveimur prósentum á að vera vísbending um þenslu; að þá séu fleiri að störfum vegna þrýstings en vilja í raun og veru vinna. Þegar Ísland varð aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma urðu margir til þess að vara við afleiðingum skilyrðisins um frjálst flæði vinnuafls. Svipaðar raddir heyrðust aftur fyrir ríflega tveimur árum þegar íbúar Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands bættust í hóp þeirra þjóða sem geta komið og stundað hér atvinnu án takmarkana. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar voru meðal annars uggandi yfir þessari þróun. Menn óttuðust að kjarasamningar yrðu brotnir á útlendingunum, með þeim afleiðingum til lengri tíma að kjör versnuðu almennt og atvinnuleysi ykist meðal heimamanna. Þessi tilraun er í gangi um þessar mundir. Enn sem komið er bendir flest til þess að erlenda vinnaflið sé mjög hreyfanlegt og hafi ekki eyðileggjandi áhrif á atvinnulíf innfæddra. Þegar allt lék hér í lyndi, krónan var sterk og framkvæmdagleðin allsráðandi, svöruðu þúsundir einstaklinga frá Póllandi, Litháen, Lettlandi og fleiri löndum kallinu eftir fleiri höndum til starfa. Þessir karlar og konur dreifðust víða um atvinnulífið. Fjölmargir fóru í byggingaiðnaðinn, aðrir í ýmis þjónustu- og umönnunarstörf, þar á meðal störf sem Íslendingar hafa gerst fráhverfir. Við erum nú stödd á því stigi tilraunarinnar að margt af þessu fólki hefur haldið heim á nýjan leik. Fall krónunnar hefur minnkað muninn á launum hér og í heimalöndum þessa fólks, þar sem verð á mat og öðrum nauðþurftum er auk þess mun lægra. Fjölmargir útlendingar eru hér enn að störfum. Flest bendir til þess að þegar kreppir að þá kjósi þeir að fara heim til sín fremur en hokra hér. Þeir sem eftir verða hafa tengst landinu öðrum böndum en fjárhagslegum. Við skulum bjóða þá velkomna í hópinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Íslenskt samfélag er þessar vikur og mánuði að ganga í gegnum merkilega tilraun sem aldrei hefur verið reynd áður hér á landi. Það má kalla hana: Hvernig hegðar hreyfanlegt vinnuafl sér í hnattvæddum heimi? Í byrjun þessa árs var hlutfall útlendinga um tíu prósent af vinnumarkaðinum og var hvergi hærra á Norðurlöndunum. Talið í hausum voru þetta um 18.000 manns. Á sama tíma var skráð atvinnuleysi um eitt prósent. Eftir látlausar fréttir af uppsögnum, stöðvun framkvæmda og niðurskurði mætti ætla að vinnumarkaðurinn væri hart leikinn þetta haust. Tilfellið er þó annað, að minnsta kosti enn sem komið er. Púlsinn er sterkur. Atvinnuauglýsingablöð dagblaðanna eru stútfull af auglýsingum eftir fólki í fjölbreytt störf. Og atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki, aðeins rétt ríflega eitt prósent. Það er athyglisvert, sérstaklega þegar höfð er í huga sú gamla þumalputtaregla að atvinnuleysi undir tveimur prósentum á að vera vísbending um þenslu; að þá séu fleiri að störfum vegna þrýstings en vilja í raun og veru vinna. Þegar Ísland varð aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma urðu margir til þess að vara við afleiðingum skilyrðisins um frjálst flæði vinnuafls. Svipaðar raddir heyrðust aftur fyrir ríflega tveimur árum þegar íbúar Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands bættust í hóp þeirra þjóða sem geta komið og stundað hér atvinnu án takmarkana. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar voru meðal annars uggandi yfir þessari þróun. Menn óttuðust að kjarasamningar yrðu brotnir á útlendingunum, með þeim afleiðingum til lengri tíma að kjör versnuðu almennt og atvinnuleysi ykist meðal heimamanna. Þessi tilraun er í gangi um þessar mundir. Enn sem komið er bendir flest til þess að erlenda vinnaflið sé mjög hreyfanlegt og hafi ekki eyðileggjandi áhrif á atvinnulíf innfæddra. Þegar allt lék hér í lyndi, krónan var sterk og framkvæmdagleðin allsráðandi, svöruðu þúsundir einstaklinga frá Póllandi, Litháen, Lettlandi og fleiri löndum kallinu eftir fleiri höndum til starfa. Þessir karlar og konur dreifðust víða um atvinnulífið. Fjölmargir fóru í byggingaiðnaðinn, aðrir í ýmis þjónustu- og umönnunarstörf, þar á meðal störf sem Íslendingar hafa gerst fráhverfir. Við erum nú stödd á því stigi tilraunarinnar að margt af þessu fólki hefur haldið heim á nýjan leik. Fall krónunnar hefur minnkað muninn á launum hér og í heimalöndum þessa fólks, þar sem verð á mat og öðrum nauðþurftum er auk þess mun lægra. Fjölmargir útlendingar eru hér enn að störfum. Flest bendir til þess að þegar kreppir að þá kjósi þeir að fara heim til sín fremur en hokra hér. Þeir sem eftir verða hafa tengst landinu öðrum böndum en fjárhagslegum. Við skulum bjóða þá velkomna í hópinn.