Ritar sögu íslenskrar tónlistar 6. september 2008 05:00 Jón gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu, sem þykir mikið stórvirki. fréttablaðið/hörður Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira