Menning

Góð aðsókn að Braga

Myndlist Fyrsta yfirlitssýning á verkum Braga Ásgeisrssonar vekur mikla athygli.
Myndlist Fyrsta yfirlitssýning á verkum Braga Ásgeisrssonar vekur mikla athygli.

Ef aðeins er tekið mið af aðsóknartölum má ætla að löngu hafi verið orðið tímabært að setja upp veglega yfirlitssýningu á verkum Braga Ásgeirssonar, en aðsókn á sýningu hans á Kjarvalsstöðum hefur farið fram úr björtustu vonum. Gestafjöldi frá því að sýningin var opnuð 13. september síðastliðinn er á sjöunda þúsund og hátt á annað hundrað bóka um listamanninn hafa selst. Að auki hafa skipulagðar leiðsagnir verið afar vel sóttar af gestum á öllum aldri. Þá hefur það komið gestum skemmtilega á óvart hve listamaðurinn er iðinn við að venja komur sínar á Kjarvalsstaði og eiga orðastað við þá. Bragi hefur líka staðið vaktina við að árita bókina Augnasinfóníu sem fjallar um líf hans og list, en síðastliðinn sunnudag myndaðist löng biðröð við áritunarborðið. Bragi mun árita bók sína síðar á sýningartímabilinu og verður það þá kynnt sérstaklega.

Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir ýmsum viðburðum tengdum sýningunni. Um nýliðna helgi var Sigurlaug Ragnarsdóttir til að mynda með leiðsögn um sýninguna en Sigurlaug hefur unnið ötullega með Braga og sýningarstjóra sýningarinnar, Þóroddi Bjarnasyni.

Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×