Yfirlitssýning um Gylfa 1. nóvember 2008 05:00 Endurvinnsla Gylfa á Fjallamjólk eftir Kjarval. Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira