Sinfó undir áhrifum austurs 2. október 2008 06:00 Nico Muhly Áhugavert bandarískt tónskáld á verk á tónleikum Sinfónínunnar í kvöld og annað kvöld. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira