Langskotin verða að detta 17. september 2008 13:44 Jakob Sigurðarsson og félagar verða að hitta vel úr langskotunum í kvöld að mati Benedikts Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir íslenska landsliðið hafa alla möguleika til að standa í Svartfellingum í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppninni í körfubolta. "Þessi þjóð á rosalega marga afburðakörfuboltamenn en maður veit reyndar ekki á hvaða styrk þetta lið er farið að spila enn sem komið er. Ég er nokkuð viss um að þetta lið verður griðarlega erfitt heim að sækja, en það er engin ástæða til að bera of mikla virðingu fyrir þeim hérna á heimavelli. Við eigum alveg að geta strítt þeim, sérstaklega ef þeir koma hingað með einhvern hroka. Við höfum oft spilað mjög vel hérna heima gegn stórþjóðum," sagði Benedikt. En hverjir eru möguleikar íslenska liðsins gegn sterkum gestunum? "Ég á von á því að sjá íslenska liðið prófa að spila nokkur afbrigði af svæðisvörn á móti þeim og í sókninni veltur þetta mikið á því hvort langskotin eru að detta hjá okkur eða ekki. Á móti Dönunum vorum við að ná forskoti þegar langskotin voru að detta hjá okkur en hleyptum þeim svo inn í leikinn inn á milli. Það verður allt að detta hjá okkur ef við eigum að vinna þetta lið, því við erum ekkert að fara að æða inn í teig hjá þeim og leggja boltan ofan í á móti manni upp á 230 cm." Benedikt vill að sjálfssögðu fá fulla Laugardalshöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska liðinu og í pistli sínum á karfan.is lofaði hann að taka að sér að syngja þjóðsönginn fyrir næsta heimaleik ef Höllin yrði full í kvöld. "Ég lofaði þessu nú af því ég á ekki von á að húsið fyllist alveg í kvöld af því það er svo mikið í gangi, en ég hef þá eitt ár til að æfa mig ef ég þarf að standa við þetta," sagði Benedikt léttur í bragði. "Ég lofa nú aldrei svona nema ég sé nokkuð öruggur með að þurfa ekki að standa við það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir íslenska landsliðið hafa alla möguleika til að standa í Svartfellingum í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppninni í körfubolta. "Þessi þjóð á rosalega marga afburðakörfuboltamenn en maður veit reyndar ekki á hvaða styrk þetta lið er farið að spila enn sem komið er. Ég er nokkuð viss um að þetta lið verður griðarlega erfitt heim að sækja, en það er engin ástæða til að bera of mikla virðingu fyrir þeim hérna á heimavelli. Við eigum alveg að geta strítt þeim, sérstaklega ef þeir koma hingað með einhvern hroka. Við höfum oft spilað mjög vel hérna heima gegn stórþjóðum," sagði Benedikt. En hverjir eru möguleikar íslenska liðsins gegn sterkum gestunum? "Ég á von á því að sjá íslenska liðið prófa að spila nokkur afbrigði af svæðisvörn á móti þeim og í sókninni veltur þetta mikið á því hvort langskotin eru að detta hjá okkur eða ekki. Á móti Dönunum vorum við að ná forskoti þegar langskotin voru að detta hjá okkur en hleyptum þeim svo inn í leikinn inn á milli. Það verður allt að detta hjá okkur ef við eigum að vinna þetta lið, því við erum ekkert að fara að æða inn í teig hjá þeim og leggja boltan ofan í á móti manni upp á 230 cm." Benedikt vill að sjálfssögðu fá fulla Laugardalshöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska liðinu og í pistli sínum á karfan.is lofaði hann að taka að sér að syngja þjóðsönginn fyrir næsta heimaleik ef Höllin yrði full í kvöld. "Ég lofaði þessu nú af því ég á ekki von á að húsið fyllist alveg í kvöld af því það er svo mikið í gangi, en ég hef þá eitt ár til að æfa mig ef ég þarf að standa við þetta," sagði Benedikt léttur í bragði. "Ég lofa nú aldrei svona nema ég sé nokkuð öruggur með að þurfa ekki að standa við það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum