Landsliðskonan efnilega Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gengið formlega í raðir Breiðabliks. Sara lék með Kópavogsliðinu sem lánsmaður frá Haukum í sumar en hefur nú gert tveggja ára samning við Blika.
Sara er fædd árið 1990 og hefur unnið sér fast sæti í íslenska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún skoraði fimm mörk í sjö leikjum fyrir Blika á lánstímanum í sumar.