Menning

Hrafnhildur um eigin verk

Stolið úr búð? Verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur.
Stolið úr búð? Verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur.

Hrafnhildur Arnardóttir mynd­listar­maður fjallar um eigin verk í hádegisfyrirlestri í dag kl. 12.30 í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.

Hrafnhildur, sem skapar list undir nafninu Shoplifter, býr og starfar í New York. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundaði framhaldsnámi við School of Visual Arts í New York. Hún hefur átt verk á sýningum víða um heim, til dæmis vann hún verk fyrir MOMA-listasafnið í New York síðastliðið vor. Hrafnhildur hefur unnið verkefni í samstarfi við fjölda þekktra listamanna og hópa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×