Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm: Fjórar stjörnur 9. júlí 2008 06:00 Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira