Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 13:18 Birgir Leifur er í þokkalegum málum á Spáni. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék öðru sinni á pari á opna spænska meistaramótinu í golfi. Hann kemst líklega í gegnum niðurskurðinn en það kemur endanlega í ljós þegar allir kylfingar dagsins hafi lokið keppni. Hann lék á 72 höggum, rétt eins og á fyrsta keppnisdeginum í gær, og er sem stendur í 64.-83. sæti. Sem stendur er því spáð að þeir kylfingar sem eru á einu höggi yfir pari komist ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur lék tólf holur á pari í dag, fékk þrjá fugla og þrjá skolla. Hann náði tveimur fuglum í röð á þrettándu og fjórtándu holu en fékk svo skolla á fimmtándu. Hann paraði svo síðustu þrjár holurnar. Meðal þekktra kylfinga á mótinu má nefna Bandaríkjamanninn John Daly sem lék á 70 höggum í dag en er samtals á einu höggi yfir pari. Það eru því sáralitlar líkur á því að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Heimamaðurinn Miguel Angel Jimenez er í góðum málum á sjö höggum undir pari en hann lék á 67 höggum í dag. Hann er sem stendur í 5.-7. sæti. Skotinn Colin Montgomerie lék á pari í dag og er á tveimur höggum undir pari í 41.-53. sæti. Spánverjinn Ignacio Garrido hefur forystu en hann lék á níu höggum undir pari í dag og er á samtals fimmtán höggum undir pari. Hann hefur fimm högga forystu á Svíann Martin Erlandsson sem hefur þó aðeins lokið níu holum í dag. Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék öðru sinni á pari á opna spænska meistaramótinu í golfi. Hann kemst líklega í gegnum niðurskurðinn en það kemur endanlega í ljós þegar allir kylfingar dagsins hafi lokið keppni. Hann lék á 72 höggum, rétt eins og á fyrsta keppnisdeginum í gær, og er sem stendur í 64.-83. sæti. Sem stendur er því spáð að þeir kylfingar sem eru á einu höggi yfir pari komist ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur lék tólf holur á pari í dag, fékk þrjá fugla og þrjá skolla. Hann náði tveimur fuglum í röð á þrettándu og fjórtándu holu en fékk svo skolla á fimmtándu. Hann paraði svo síðustu þrjár holurnar. Meðal þekktra kylfinga á mótinu má nefna Bandaríkjamanninn John Daly sem lék á 70 höggum í dag en er samtals á einu höggi yfir pari. Það eru því sáralitlar líkur á því að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Heimamaðurinn Miguel Angel Jimenez er í góðum málum á sjö höggum undir pari en hann lék á 67 höggum í dag. Hann er sem stendur í 5.-7. sæti. Skotinn Colin Montgomerie lék á pari í dag og er á tveimur höggum undir pari í 41.-53. sæti. Spánverjinn Ignacio Garrido hefur forystu en hann lék á níu höggum undir pari í dag og er á samtals fimmtán höggum undir pari. Hann hefur fimm högga forystu á Svíann Martin Erlandsson sem hefur þó aðeins lokið níu holum í dag.
Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira