Múlinn í kvöld á Rósenberg 30. október 2008 08:00 Haukur Gröndal klarinettuleikari Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21. Sextett Hauks Gröndal er tiltölulega nýr af nálinni og tróð upp á Jazzhátíð Reykjavíkur í lok ágúst við mjög góðar undirtektir. Efnisskrá sveitarinnar er samansett af perlum jazzbókmenntanna með sérstaka skírskotun í hljóm K.K. sextettsins en sú hljómsveit var ein vinsælasta danshljómsveit landsins um árabil. Með Hauki Gröndal sem leikur á saxófón leika Reynir Sigurðsson, en hann er einn af okkar helstu víbrafónleikurum og heldur upp á 50 ára starfsafmæli í ár; Ásgeir Ásgeirsson leikur á gítar, Agnar M. Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Í seinni hlutanum kemur fram Jónsson & More sem er nýstofnað tríó skipað þeim Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Efnisskrá tríósins er úr smiðju Thelonious Monk og Charlie Mingus sem og frumflutningur á nýju efni Þorgríms Jónssonar. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta jazzgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og Menningarsjóði FÍH. Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21. Sextett Hauks Gröndal er tiltölulega nýr af nálinni og tróð upp á Jazzhátíð Reykjavíkur í lok ágúst við mjög góðar undirtektir. Efnisskrá sveitarinnar er samansett af perlum jazzbókmenntanna með sérstaka skírskotun í hljóm K.K. sextettsins en sú hljómsveit var ein vinsælasta danshljómsveit landsins um árabil. Með Hauki Gröndal sem leikur á saxófón leika Reynir Sigurðsson, en hann er einn af okkar helstu víbrafónleikurum og heldur upp á 50 ára starfsafmæli í ár; Ásgeir Ásgeirsson leikur á gítar, Agnar M. Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Í seinni hlutanum kemur fram Jónsson & More sem er nýstofnað tríó skipað þeim Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Efnisskrá tríósins er úr smiðju Thelonious Monk og Charlie Mingus sem og frumflutningur á nýju efni Þorgríms Jónssonar. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta jazzgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og Menningarsjóði FÍH.
Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira