Erlent

Bandarískar telpur bakvið víglínu Rússa

Óli Tynes skrifar
Rússneskir vegatálmar í Georgíu.
Rússneskir vegatálmar í Georgíu. MYND/AP

Tvær bandarískar telpur sem urðu strandaglópar á bakvið rússnesku víglínuna í Georgíu eru aftur komnar til foreldra sinna. Sendiherra Frakklands í Georgíu fór og sótti þær á bíl sínum.

Telpurnar eru sjö og þriggja ára gamlar, frá New Jersey. Þær komu til Georgíu með foreldrum sínum rétt áður en stríðið hófst. Faðir þeirra er bandarískur en móðirin bandarísk-georgísk.

Foreldrarnir skildu telpurnar eftir hjá afa sínum og ömmu í bænum Chiatura. Þar áttu þær að vera í tvær vikur. Sjálfir voru foreldrarnir í Tblisi, höfuðborg Georgíu hjá öðrum ættingjum.

Chiatura var einn af fyrstu bæjunum sem lentu inn í rússnesku herkvínni og skelfdir foreldrarnir vissu ekkert hvað var að gerast.

Það eru ennþá einhverjir rússneskir hermenn í Georgíu og miðað við samband Bandaríkjanna og Rússlands vegna stríðsins þótti ekki ráðlegt að Bandaríkjamenn færu til að sækja telpurnar.

Georgia Eric Fournier sendiherra Frakklands í Georgíu fór því akandi frá Tblisi til Chiatura og náði í þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×