Íslenski boltinn

Tveir nýliðar í hópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 37 mörk í 41 landsleik.
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 37 mörk í 41 landsleik.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið 22 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi í undankeppni EM 2009 síðar í mánuðinum.

Þetta eru síðustu tveir heimaleikir Íslands í riðlinum og sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundi í dag að hann stefndi á sigur í báðum leikjunum.

Það er einnig markmið KSÍ að fylla Laugardalsvöllinn annan laugardag er Ísland leikur við Slóveníu.

Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Vals, dettur úr hópnum að þessu sinni en fimm leikmenn koma inn sem voru ekki með gegn Serbíu í síðasta mánuði. Þar af eru tveir nýliðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni. Berglind er ekki nema sextán ára gömul.



Hópurinn er þannig skipaður
:

Markverðir:

Þóra Björg Helgadóttir, Anderlecht

María Björg Ágústsdóttir, KR

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Varnarmenn:

Katrín Jónsdóttir, Val

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR

Ásta Árnadóttir, Val

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, KR

Embla S. Grétarsdóttir, KR

Sif Atladóttir, Val

Pála Marie Einarsdóttir, Val

Miðvallarleikmenn:

Edda Garðarsdóttir, KR

Dóra Stefánsdóttir, Malmö

Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad

Katrín Ómarsdóttir, KR

Sara Björk Gunnarsdóttir, Haukum

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni

Framherjar:

Margrét Lára Viðarsdóttir, Val

Dóra María Lárusdóttir, Val

Hólmfríður Magnúsdóttir, KR

Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki

Rakel Hönnudóttir, Þór

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki



Fleiri fréttir

Sjá meira


×