Bölvun á plötu Bob Justman 17. desember 2008 05:15 Kristinn Gunnar Blöndal bíður enn eftir því að sín fyrsta sólóplata komi út. fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira