Nýja manngildið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. desember 2008 06:30 Ekki dettur mér í hug að halda því fram að við séum öll samsek í hruninu en hitt er annað mál að samfélag okkar var sjúkt. Verðmætamatið var brenglað. Sameiginleg auðlind landsmanna sem nýtt hafði verið gegnum aldirnar af þjóðinni var afhent nokkrum fjölskyldum sem síðan tóku að rukka þá sem sjóinn vildu sækja fyrir aðgang. Þá var fjandinn laus. Og fjandinn voru peningarnir. Allt í einu kom fram fólk með fullar hendur fjár sem það hafði ekki beinlínis unnið sér inn - peningarnir „bara komu" - og það vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Slíkt gerist þegar skorið er á tengsl milli vinnuframlags einstaklingsins og tekna hans. Vissulega höfum við dæmi slíks áður í Íslandssögunni og alltaf hefur það endað með sama hætti: í ógæfu og ölæði. Manngildi á Íslandi hefur ekki ráðist af auðsæld hér á landi heldur dugnaði - til lands en einkum til sjávar. Hafið var þarna úti fyrir, gjöfult og hættulegt, og sá sem þar kunni að hegða sér, kunni á strauma og fiska, ský og vinda - sá var hafsins hetja og naut virðingar í samfélaginu. Líka sá sem kunni að gera út, deildi kjörum með fólkinu, deildi út réttlátlega arðinum af fiskveiðunum og stóð í öllu stússinu sem útgerðinni fylgdi: sá mátti alveg vera ríkastur í plássinu og jafnvel bruðla dálítið svo lengi sem hann rauf ekki óskráðan sáttmálann um sanngirni. En svo var klippt á þetta samband sjósóknara, útgerðarmanns og fiskvinnslufólks samkvæmt þeirri grunnhugmynd laissez-faire-stefnunnar að réttlætið sé rangt en ranglætið rétt: ekki megi festa peninga hjá því fólki sem þeirra hefur aflað - það sé kommúnismi - þeim skuli hleypa út, þeir viti alltaf hvert þeir eigi að leita. Þá þurfti að finna nýtt manngildi. Afl þeirra hluta …Með sjálfu sér vissi kvótafólkið að það átti ekki auðæfi sín skilið og leitaði örvæntingarfullt að manngildi, tilgangi, stað í heiminum. Það reyndi að finna slíkt í jeppum, stórhýsum og jafnvel listaverkum. Ýmsir brugðust við vanlíðan sinni með því að sýna fyrirlitningu sína á auðnum, öðru fólki og einkum sjálfu sér með því til dæmis að kaupa villur, brjóta þær niður og byggja nýjar, eins og í keppni við næsta auðkýfing um að sýna peningum sem mesta óvirðingu. Smám saman urðu peningarnir að niðurrifsafli í samfélaginu, hlaðnir neikvæðri orku - og hvernig mátti annað verða: ríkidæmið fengið ýmist með því að láta raunverulega sjósóknara borga sér fyrir aðgang að óveiddum fiski í sjónum - eða með því að selja Íslendingum mat.Gamla mantran hans Einars Benediktssonar að peningar séu "afl þeirra hluta er skal gera" var ekki lengur í gildi; peningar urðu afl þeirra hluta er skal EKKI gera, eins og öll ljótu hálfbyggðu stórhýsin vitna t.d. um. Og kannski snerist þetta við: þeir hlutir er skal gera (veiða fisk, rækta grænmeti, skapa verðmæti, skapa, selja) urðu afl þeirra peninga er skal græða. Peningaöflunin varð markmið í sjálfu sér. Peningarnir öðluðust eigið líf. Fram kom stétt fólks sem hafði þann starfa að kreista peninga út úr verðmætum. Finna hluti sem hægt var að búa til peninga úr - finna til dæmis gömul og gróin fyrirtæki sem störfuðu í raunveruleikanum og komu fólki að gagni með einhverjum hætti og fengu í staðinn peninga borgaða; taka slík "gamaldags" fyrirtæki og búta niður til þess að sjúga úr þeim alla peninga sem hægt væri að hafa. Til hvers? Til þess að búa til peninga. Og til hvers að búa til peninga? Til þess að búa til peninga.Peningar eru svo sem ágætir, en það er bara ekki nóg á þeim að græða. Og verði það að markmiði í sjálfu sér að búa til peninga fylgir þeim bölvun, eins og gömlu kvæðin segja okkur.Og þó að við séum auðvitað ekki öll samsek í hruninu - fjarri fer því - þá hafði þetta sjúka ástand sem alræði peninganna framkallaði ýmis áhrif á okkur öll. Sjálfur hélt ég að þetta peningabrask væri bara eins og hvert annað fag sem ég hefði ekki vit á - svona eins og sumir eru bifvélavirkjar, sumir kunna spænsku og sumir eru sjómenn - og ég ætti ekkert með að vera að hafa skoðun á því, frekar en járnabindingum. Mér skjátlaðist auðvitað hrapallega.Hið nýja manngildi peningafurstanna fannst aldrei, það var ekki til. En það skulu hálaunamennirnir vita að við hin dæmum þá eftir því hversu hratt og mikið þeir lækka launin sín. Þar er milljón á mánuði hæfilegt -- sem lækkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ekki dettur mér í hug að halda því fram að við séum öll samsek í hruninu en hitt er annað mál að samfélag okkar var sjúkt. Verðmætamatið var brenglað. Sameiginleg auðlind landsmanna sem nýtt hafði verið gegnum aldirnar af þjóðinni var afhent nokkrum fjölskyldum sem síðan tóku að rukka þá sem sjóinn vildu sækja fyrir aðgang. Þá var fjandinn laus. Og fjandinn voru peningarnir. Allt í einu kom fram fólk með fullar hendur fjár sem það hafði ekki beinlínis unnið sér inn - peningarnir „bara komu" - og það vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Slíkt gerist þegar skorið er á tengsl milli vinnuframlags einstaklingsins og tekna hans. Vissulega höfum við dæmi slíks áður í Íslandssögunni og alltaf hefur það endað með sama hætti: í ógæfu og ölæði. Manngildi á Íslandi hefur ekki ráðist af auðsæld hér á landi heldur dugnaði - til lands en einkum til sjávar. Hafið var þarna úti fyrir, gjöfult og hættulegt, og sá sem þar kunni að hegða sér, kunni á strauma og fiska, ský og vinda - sá var hafsins hetja og naut virðingar í samfélaginu. Líka sá sem kunni að gera út, deildi kjörum með fólkinu, deildi út réttlátlega arðinum af fiskveiðunum og stóð í öllu stússinu sem útgerðinni fylgdi: sá mátti alveg vera ríkastur í plássinu og jafnvel bruðla dálítið svo lengi sem hann rauf ekki óskráðan sáttmálann um sanngirni. En svo var klippt á þetta samband sjósóknara, útgerðarmanns og fiskvinnslufólks samkvæmt þeirri grunnhugmynd laissez-faire-stefnunnar að réttlætið sé rangt en ranglætið rétt: ekki megi festa peninga hjá því fólki sem þeirra hefur aflað - það sé kommúnismi - þeim skuli hleypa út, þeir viti alltaf hvert þeir eigi að leita. Þá þurfti að finna nýtt manngildi. Afl þeirra hluta …Með sjálfu sér vissi kvótafólkið að það átti ekki auðæfi sín skilið og leitaði örvæntingarfullt að manngildi, tilgangi, stað í heiminum. Það reyndi að finna slíkt í jeppum, stórhýsum og jafnvel listaverkum. Ýmsir brugðust við vanlíðan sinni með því að sýna fyrirlitningu sína á auðnum, öðru fólki og einkum sjálfu sér með því til dæmis að kaupa villur, brjóta þær niður og byggja nýjar, eins og í keppni við næsta auðkýfing um að sýna peningum sem mesta óvirðingu. Smám saman urðu peningarnir að niðurrifsafli í samfélaginu, hlaðnir neikvæðri orku - og hvernig mátti annað verða: ríkidæmið fengið ýmist með því að láta raunverulega sjósóknara borga sér fyrir aðgang að óveiddum fiski í sjónum - eða með því að selja Íslendingum mat.Gamla mantran hans Einars Benediktssonar að peningar séu "afl þeirra hluta er skal gera" var ekki lengur í gildi; peningar urðu afl þeirra hluta er skal EKKI gera, eins og öll ljótu hálfbyggðu stórhýsin vitna t.d. um. Og kannski snerist þetta við: þeir hlutir er skal gera (veiða fisk, rækta grænmeti, skapa verðmæti, skapa, selja) urðu afl þeirra peninga er skal græða. Peningaöflunin varð markmið í sjálfu sér. Peningarnir öðluðust eigið líf. Fram kom stétt fólks sem hafði þann starfa að kreista peninga út úr verðmætum. Finna hluti sem hægt var að búa til peninga úr - finna til dæmis gömul og gróin fyrirtæki sem störfuðu í raunveruleikanum og komu fólki að gagni með einhverjum hætti og fengu í staðinn peninga borgaða; taka slík "gamaldags" fyrirtæki og búta niður til þess að sjúga úr þeim alla peninga sem hægt væri að hafa. Til hvers? Til þess að búa til peninga. Og til hvers að búa til peninga? Til þess að búa til peninga.Peningar eru svo sem ágætir, en það er bara ekki nóg á þeim að græða. Og verði það að markmiði í sjálfu sér að búa til peninga fylgir þeim bölvun, eins og gömlu kvæðin segja okkur.Og þó að við séum auðvitað ekki öll samsek í hruninu - fjarri fer því - þá hafði þetta sjúka ástand sem alræði peninganna framkallaði ýmis áhrif á okkur öll. Sjálfur hélt ég að þetta peningabrask væri bara eins og hvert annað fag sem ég hefði ekki vit á - svona eins og sumir eru bifvélavirkjar, sumir kunna spænsku og sumir eru sjómenn - og ég ætti ekkert með að vera að hafa skoðun á því, frekar en járnabindingum. Mér skjátlaðist auðvitað hrapallega.Hið nýja manngildi peningafurstanna fannst aldrei, það var ekki til. En það skulu hálaunamennirnir vita að við hin dæmum þá eftir því hversu hratt og mikið þeir lækka launin sín. Þar er milljón á mánuði hæfilegt -- sem lækkun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun