Stjörnugolfarinn Tiger Woods er í öðru sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir. Woods lék vel á öðrum keppnisdegi í gærkvöldi eða á þremur höggum undir pari.
Woods er samtals á tveimur undir pari, högg á eftir Stuart Appleby sem leiðir mótið. Rocco Mediate og Robert Karlsson eru jafnir Tiger Woods.
Allir keppnisdagarnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport.