Bandaríkin með 3-1 forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2008 20:09 Stewart Cink og Chad Campbell fagna sigri eftir viðureign sína í dag. Nordic Photos / Getty Images Keppni í fjórmenningi er lokið í Ryder-keppninni í golfi og standa Bandaríkjamenn betur að vígi, með þrjá vinninga gegn einum. Evrópumenn byrjuðu betur í öllum viðureignunum en Bandaríkjamenn börðust fyrir sínu og þeir Justin Leonard og Hunter Mahan voru fyrstir til að ná í stig er þeir unnu 3/2 sigur á Paul Casey og Henrik Stenson. Chad Campbell og Stewart Cink unnu þá Justin Rose og Ian Poulter á síðustu holu. Það leit einnig út fyrir bandarískan sigur í viðureign Kenny Perry og Jim Furyk annars vegar gegn þeim Sergio Garcia og Lee Westwood. Á sautjándu átti Perry möguleika á því að tryggja þeim bandarísku sigur en hitti ekki úr púttinu mikilvæga. Garcia og Westwood unnu svo síðustu holuna einnig og björguðu þar með hálfu stigi fyrir Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem Garcia vinnur ekki í fjórmenning í Ryder-keppninni frá því að hann hóf að taka þátt. Þá náðu Padraig Harrington og Robert Karlsson einnig hálfum vinningi í viðureign sinni gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Anthony Kim. Þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn ná forystu strax í fyrstu keppnislotu síðan 1991. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppni í fjórmenningi er lokið í Ryder-keppninni í golfi og standa Bandaríkjamenn betur að vígi, með þrjá vinninga gegn einum. Evrópumenn byrjuðu betur í öllum viðureignunum en Bandaríkjamenn börðust fyrir sínu og þeir Justin Leonard og Hunter Mahan voru fyrstir til að ná í stig er þeir unnu 3/2 sigur á Paul Casey og Henrik Stenson. Chad Campbell og Stewart Cink unnu þá Justin Rose og Ian Poulter á síðustu holu. Það leit einnig út fyrir bandarískan sigur í viðureign Kenny Perry og Jim Furyk annars vegar gegn þeim Sergio Garcia og Lee Westwood. Á sautjándu átti Perry möguleika á því að tryggja þeim bandarísku sigur en hitti ekki úr púttinu mikilvæga. Garcia og Westwood unnu svo síðustu holuna einnig og björguðu þar með hálfu stigi fyrir Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem Garcia vinnur ekki í fjórmenning í Ryder-keppninni frá því að hann hóf að taka þátt. Þá náðu Padraig Harrington og Robert Karlsson einnig hálfum vinningi í viðureign sinni gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Anthony Kim. Þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn ná forystu strax í fyrstu keppnislotu síðan 1991.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira