Heimur heyrnarlausra 26. september 2008 04:45 Döff-leikhús Atriði úr leikritinu Viðtalið. Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira