Erlent

Forsætisráðherra Ísraels yfirheyrður

Óli Tynes skrifar
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Ísraelska lögreglan yfirheyrði í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, vegna gruns um spillingu. Olmert hefur verið sakaður um að hann hafi gert seljanda greiða til þess að fá afslátt af íbúðarhúsi sem hann keypti í Jerúsalem árið 2004.

Einnig er verið að rannsaka ásakanir um að þegar hann var viðskiptaráðherra árið 2004 hafi hann skipað vini sína í opinberar stöður. Í nóvember síðastliðnum komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða gegn honum vegna þáttar hans í að selja ríkisbankann Bank Leumi, þegar hann var fjármálaráðherra.

Olmert hefur mátt sæta þrem rannsóknum vegna meintra spillingarmála sem áttu að hafa átt sér stað áður en hann varð forsætisráðherra árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×