Erlent

Handtekinn fyrir orðróm um Putin

Óli Tynes skrifar
Karlmennið Putin lét orðrðóminn sem vind um eyru þjóta.
Karlmennið Putin lét orðrðóminn sem vind um eyru þjóta.

Maður sem vann hjá símafyrirtæki í Íran hefur verið handtekinn fyrir að koma af stað orðrómu um að gert hefði verið samsæri um að myrða Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann kæmi til ráðstefnu í Teheran í október síðastliðnum.

Fréttin fór eins og eldur í sinu um allan heim á skammri stundu. Putin lét það hinsvegar ekkert á sig fá og fór á ráðstefnuna. Hann var fyrsti leiðtogi Rússlands sem hefur heimsótt Íran síðan Jósef Stalín kom þangað árið 1943.

Ekki er getið um hverrar þjóðar hinn handtekni símamaður er, né hvað honum gekk til með að koma þessum orðrómi af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×