Erlent

Zuma fyrir dómstóla í ágúst

Óli Tynes skrifar

Jakob Zuma forseti Afríska þjóðarráðsins verður dreginn fyrir rétt fyrir spillingu. Embætti ríkissaksóknara tilkynnti í dag að búið væri að leggja fram ákæru og réttarhöld hæfust í ágúst næskomandi.

Þetta minnkar óneitanlega líkurnar á að Zuma verði forseti þegar Thabo Mbeki lætur af embætti forseta á næsta ári.

Jakob Zuma var kjörinn forseti Afríska þjóðarráðsins með miklum meirihluta atkvæða rétt fyrir áramót.

Hann nýtur mikilla vinsælda meðal svartra íbúa landsins, en þeir hvítu eru ekki jafn hrifnir af honum.

Zuma sagði í samtali við BBC fréttastofuna að ef hann yrði sekur fundinn fyrir spillingu myndi hann segja af sér sem leiðtogi þjóðarráðsins.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×