Erlent

Brennd inni í kirkju í Kenya

Óli Tynes skrifar
´Þrjátíu menn, konur og börn brunnu inni þegar kveikt var í kirkju sem fólkið hafði leitað skjóls í.
´Þrjátíu menn, konur og börn brunnu inni þegar kveikt var í kirkju sem fólkið hafði leitað skjóls í.

Yfir 250 manns hafa látið lífið í óeirðum í Kenya eftir hinar umdeildu forsetakosningar 27. desember síðastliðinn. Meðal annars brunnu þrjátíu manns inni þegar kveikt var í kirkju. Fólkið hafði leitað skjóls undan átökunum. Þetta er í fyrsta skipti sem kirkja er brennd í Kenya.

Þjóðir Evrópu hafa hvatt deilendur til þess að halda ró sinni og reyna að koma í veg fyrir frekari átök.

Kosningaeftirlitsmenn Evrópusambandsins segja framvkæmd forsetakosninganna hafa verið gallaða. Kröfur um lýðræðislegar kosningar hafi ekki verið uppfylltar. Talning hafi gengið hægt og hún gölluð. Fjórir fulltrúar í kjörstjórn Kenía hafa einnig lýst yfir áhyggjum með framkvæmd kosninganna. Mwai Kibaki var endurkjörinn forseti.

Andstæðingur hans, Raila Ódínga, hefur gangrýnt úrslitin - hann hafi verið rændur sigrinum. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hefur talað við bæði Kibaki og Ódínga í síma og beðið þá um að sýna ábyrgð.

Brown vill að Samtök Afríkuríkja og Breska samveldið taki að sér að miðla málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×