Erlent

Fleiri handtökur á landamærum Danmerkur

Óli Tynes skrifar

Dönsk yfirvöld stöðvuðu 886 ólöglega innflytjendur á landamærum ríkisins á síðasta ári.

Það er 20 prósent fjölgun frá árinu áður. Það gekk hinsvegar ekki jafn vel að finna og handtaka þá sem stunda það að smygla fólki inn í lönd gegn greiðslu.

Margir flóttamannanna voru Írakar sem voru að flýja hið auma ástand heimafyrir.

Danska blaðið Nyhedsavisen segir að árið 2006 hafi yfirvöld handtekið 124 smyglara sem þiggja háar fjárhæðir fyrir að smygla fólki á milli landa. Á síðasta ári náðust ekki nema 96.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×