Menning

Viðar nýr stjórnanandi Útvarpsleikhússins

MYND/Heiða

Viðar Eggertsson leikstjóri hefur verið ráðinn stjórnandi Útvarpsleikhússins sem verkefnisstjóri leiklistar á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Viðar tók við starfinu um áramót af Hallmari Sigurðssyni sem gegnt hefur starfinu síðastliðin átta ár. Starfið var fyrst sett á laggirnar fyrir 60 árum en jafnframt var það í fyrsta skipti sem ráðið var í fast starf listræns stjórnanda leikhúss á Íslandi. Leiklist hafði þá verið á dagskrá Útvarpsins frá því að útsendingar hófust 1930.

Viðar er ekki ókunnugur Ríkisútvarpinu því fljótlega eftir útskrift frá Leiklistarskóla Íslands 1976 hóf hann að leika og leikstýra útvarpsleikritum ásamt því að vinna að dagskrárgerð á Rás 1. Skipta útvarpsþættir og leikrit sem hann hefur unnið að hundruðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.