Varnir gegn fíflum Þráinn Bertelsson skrifar 7. janúar 2008 07:00 Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina," sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947. Churchill hafði ástæðu til þess að vera pirraður á lýðræðinu, því að ekki hafði fyrr unnist sigur á Þjóðverjum í stríðinu en Bretar settu hann af sem forsætisráðherra í júlí 1945. Sá sem tók við hét Clement Attlee - sem Churchill gat ekki stillt sig um að segja að væri „sauður í sauðargæru". REYNDAR átti Churchill eftir að sannfærast enn betur um að lýðræði væri illskásta stjórnarfyrirkomulag í sögu mannkyns þegar þingkosningar skiluðu honum aftur í forsætisráðuneytið í október 1951. Þá var Winston orðinn 77 ára og hafði því miður aldrei fengið áhuga á tólf spora kerfinu. ÍSLENDINGAR eru óvanir lýðræði. Fyrstu aldirnar eftir landnám var ríkinu stjórnað af harðsnúnum handrukkurum með vopnavaldi og frumstæðum lagaklækjum. Þegar þjóðin gafst loks upp á því að hjálpa þessum svolum að koma hver öðrum fyrir pólitískt kattarnef í brennum eða bardögum tók Noregskonungur við stjórninni og lét verða sitt fyrsta verk að gera grimmasta fjöldamorðingjann að einræðisjarli yfir landinu. Á SÍÐUSTU ÖLD var farið að gera varkárar tilraunir með lýðræði á Íslandi. Framan af í ör smáum skömmtum svo að sveitarlimir og kvenfólk færu ekki að blanda sér í þjóðmálin. Í nokkra áratugi höfum við svo prófað lýðræði með þátttöku kvenna og launafólks. Enn sem komið er þykir þó ekki tímabært að leyfa lýðnum að skipta sér af lýðræðinu nema á fjögurra ára fresti með því að krota X á kjörseðil. Góðir lögfræðingar hafa nú áhyggjur af því að lýðurinn misbjóði lýðræðinu og vilja setja reglur til að koma í veg fyrir að algjör fífl bjóði sig fram til forsetaembættis. Eina örugga leiðin er auðvitað sú að afnema forsetakosningar. REYNSLAN SÝNIR að talsvert meiri líkur eru á því að undirmálsfólk troði sér inn á Alþingi en Bessastaði í skjóli lýðræðis og því vissara að leggja þingkosningar niður í leiðinni. Ráðherrar eru hins vegar ekki kosnir af lýðnum svo að ekki þarf að óttast undarlegar plöntur í þeim rósagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina," sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947. Churchill hafði ástæðu til þess að vera pirraður á lýðræðinu, því að ekki hafði fyrr unnist sigur á Þjóðverjum í stríðinu en Bretar settu hann af sem forsætisráðherra í júlí 1945. Sá sem tók við hét Clement Attlee - sem Churchill gat ekki stillt sig um að segja að væri „sauður í sauðargæru". REYNDAR átti Churchill eftir að sannfærast enn betur um að lýðræði væri illskásta stjórnarfyrirkomulag í sögu mannkyns þegar þingkosningar skiluðu honum aftur í forsætisráðuneytið í október 1951. Þá var Winston orðinn 77 ára og hafði því miður aldrei fengið áhuga á tólf spora kerfinu. ÍSLENDINGAR eru óvanir lýðræði. Fyrstu aldirnar eftir landnám var ríkinu stjórnað af harðsnúnum handrukkurum með vopnavaldi og frumstæðum lagaklækjum. Þegar þjóðin gafst loks upp á því að hjálpa þessum svolum að koma hver öðrum fyrir pólitískt kattarnef í brennum eða bardögum tók Noregskonungur við stjórninni og lét verða sitt fyrsta verk að gera grimmasta fjöldamorðingjann að einræðisjarli yfir landinu. Á SÍÐUSTU ÖLD var farið að gera varkárar tilraunir með lýðræði á Íslandi. Framan af í ör smáum skömmtum svo að sveitarlimir og kvenfólk færu ekki að blanda sér í þjóðmálin. Í nokkra áratugi höfum við svo prófað lýðræði með þátttöku kvenna og launafólks. Enn sem komið er þykir þó ekki tímabært að leyfa lýðnum að skipta sér af lýðræðinu nema á fjögurra ára fresti með því að krota X á kjörseðil. Góðir lögfræðingar hafa nú áhyggjur af því að lýðurinn misbjóði lýðræðinu og vilja setja reglur til að koma í veg fyrir að algjör fífl bjóði sig fram til forsetaembættis. Eina örugga leiðin er auðvitað sú að afnema forsetakosningar. REYNSLAN SÝNIR að talsvert meiri líkur eru á því að undirmálsfólk troði sér inn á Alþingi en Bessastaði í skjóli lýðræðis og því vissara að leggja þingkosningar niður í leiðinni. Ráðherrar eru hins vegar ekki kosnir af lýðnum svo að ekki þarf að óttast undarlegar plöntur í þeim rósagarði.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun