Vopnahlé á Íslandi 7. janúar 2008 11:34 Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER.