McLaren stefnir á titilinn á nýjum bíl Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 7. janúar 2008 15:50 Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen bregða á leik í dag. Nordic Photos / Bongarts McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira