Birgir Leifur ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2008 10:06 Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti) Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti)
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira