Einkavæðing Landsvirkjunar 18. janúar 2008 16:50 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum (í opinni dagskrá) og mun m.a. ræða um hugmyndir sínar um einkavæðingu Landsvikjunar. Mörgum mun vafalítið koma á óvart hvað Friðrik hefur afgerandi skoðanir í þessum efnum. Þar verður ekkert dregið undan. Við Friðrik munum einnig ræða takmarkaða möguleika á frekari virkjun vatnsfalla á Íslandi, pólitískt vægi útrásarverkefnanna og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar en þar mun forstjórinn veifa nýjum tölum. Við ætlum líka að ræða nýja stjórnarsamstarfið, pólitíkina, evruna og framtíð hans uppi á áttundu hæð Landsvirkjunarhússins. Frú Sigríður Dúna er jú flutt að heiman - og býr í 26 tíma fjarlægð frá bóndanum, niðri í Pretoríu (sem ku víst heita Tswane í dag að vilja innfæddra). Ég hef verið í sambandi við Friðrik síðustu daga til að undirbúa þáttinn. Það eru töggur í karlinum. Hálfsjötuugur lítur hann út eins unglamb. Svo mæta þingflokksformennirnir Lúðvík Bergvinsson og Siv Friðleifsdóttir til mín og meta pólitískan styrk Árna M. Mathiesen eftir eina allra umdeildustu stöðuveitingu síðustu ára. Það verður gaman að heyra og sjá ólíka sýn þeirra á málið, ef hún er þá ólík - en Siv hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Árna í þinginu og ausið hann lasti. Lúðvík hefur einnig gagnrýnt Árna, þó með penni hætti en Siv. Mér kæmi ekki á óvart að þessir núverandi pólitísku andstæðingar verði sammála um það að taka stöðuveitingavaldið af framkvæmdavaldinu og láta það löggjafarvaldinu í hendur. Spurningin er hins vegar hvort þau eru sammála um það að umboðsmaður alþingis eigi að hafa frumkvæði að því að skoða umdeilda embættisveitingu Árna í ljósi 2. og 5. gr. laga um embættið þar sem segir: "Skal hann (umboðsmaðurinn) gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluihætti" Og í síðari greininni: "Umboðsmaður getur að eigin frumkvæði ákveðið að taka mál til meðferðar. Hann getur jafnframt tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar." Svo verða Einar Kára og Gerður Kristný á sínum póstum í þættinum, hvort með sína sýn á kúltúrinn. Sumsé, hressilegt Mannamál á sunnudagskvöld - og fínir fréttapunktar sem falla við langborðið ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson Skoðun
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum (í opinni dagskrá) og mun m.a. ræða um hugmyndir sínar um einkavæðingu Landsvikjunar. Mörgum mun vafalítið koma á óvart hvað Friðrik hefur afgerandi skoðanir í þessum efnum. Þar verður ekkert dregið undan. Við Friðrik munum einnig ræða takmarkaða möguleika á frekari virkjun vatnsfalla á Íslandi, pólitískt vægi útrásarverkefnanna og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar en þar mun forstjórinn veifa nýjum tölum. Við ætlum líka að ræða nýja stjórnarsamstarfið, pólitíkina, evruna og framtíð hans uppi á áttundu hæð Landsvirkjunarhússins. Frú Sigríður Dúna er jú flutt að heiman - og býr í 26 tíma fjarlægð frá bóndanum, niðri í Pretoríu (sem ku víst heita Tswane í dag að vilja innfæddra). Ég hef verið í sambandi við Friðrik síðustu daga til að undirbúa þáttinn. Það eru töggur í karlinum. Hálfsjötuugur lítur hann út eins unglamb. Svo mæta þingflokksformennirnir Lúðvík Bergvinsson og Siv Friðleifsdóttir til mín og meta pólitískan styrk Árna M. Mathiesen eftir eina allra umdeildustu stöðuveitingu síðustu ára. Það verður gaman að heyra og sjá ólíka sýn þeirra á málið, ef hún er þá ólík - en Siv hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Árna í þinginu og ausið hann lasti. Lúðvík hefur einnig gagnrýnt Árna, þó með penni hætti en Siv. Mér kæmi ekki á óvart að þessir núverandi pólitísku andstæðingar verði sammála um það að taka stöðuveitingavaldið af framkvæmdavaldinu og láta það löggjafarvaldinu í hendur. Spurningin er hins vegar hvort þau eru sammála um það að umboðsmaður alþingis eigi að hafa frumkvæði að því að skoða umdeilda embættisveitingu Árna í ljósi 2. og 5. gr. laga um embættið þar sem segir: "Skal hann (umboðsmaðurinn) gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluihætti" Og í síðari greininni: "Umboðsmaður getur að eigin frumkvæði ákveðið að taka mál til meðferðar. Hann getur jafnframt tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar." Svo verða Einar Kára og Gerður Kristný á sínum póstum í þættinum, hvort með sína sýn á kúltúrinn. Sumsé, hressilegt Mannamál á sunnudagskvöld - og fínir fréttapunktar sem falla við langborðið ... -SER.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun