Hamilton baunar á Alonso 24. janúar 2008 19:13 Samband Hamilton og Alonso var vægast sagt slæmt í fyrra AFP Lewis Hamilton sendi fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren litla pillu í viðtali í dag þegar hann var spurður út í samband sitt við Spánverjann. "Hann sýndi mér nákvæmlega hvernig maður á ekki að haga sér sem ökumaður í Formúlu 1," sagði Hamilton. "Hann ætlaði sér leiðtogahlutverk í liðinu í byrjun en það breyttist fljótt. Þetta á að snúast um liðið fyrst og fremst - allir eiga að vera jafnir," sagði Hamilton. Deilur þeirra Alonso og Hamilton settu svip sinn á McLaren liðið á síðasta keppnistímabili og strax í Japanskappakstrinum í september sagði Hamilton að sér þætti ólíklegt að þeir gætu starfað saman áfram hjá liðinu. Þessum deilum lauk svo með því að Alonso sneri aftur til Renault þar sem hann varð tvöfaldur heimsmeistari, en McLaren réði til sín Finnann Heikki Kovalainen. Hamilton segist ekki kæra sig um að fá neina sérmeðferð frá McLaren þó hann teljist stærra nafnið af ökumönnunum tveimur hjá liðinu. "Ég vil ekki að annar okkar fái sérmeðferð heldur á þetta að snúast um liðið og allir eiga að vera jafnir. Þannig kann ég best við það og ég vil að Heikki fái nákvæmlega sömu tækifæri og ég," sagði hinn 22 ára gamli Breti. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton sendi fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren litla pillu í viðtali í dag þegar hann var spurður út í samband sitt við Spánverjann. "Hann sýndi mér nákvæmlega hvernig maður á ekki að haga sér sem ökumaður í Formúlu 1," sagði Hamilton. "Hann ætlaði sér leiðtogahlutverk í liðinu í byrjun en það breyttist fljótt. Þetta á að snúast um liðið fyrst og fremst - allir eiga að vera jafnir," sagði Hamilton. Deilur þeirra Alonso og Hamilton settu svip sinn á McLaren liðið á síðasta keppnistímabili og strax í Japanskappakstrinum í september sagði Hamilton að sér þætti ólíklegt að þeir gætu starfað saman áfram hjá liðinu. Þessum deilum lauk svo með því að Alonso sneri aftur til Renault þar sem hann varð tvöfaldur heimsmeistari, en McLaren réði til sín Finnann Heikki Kovalainen. Hamilton segist ekki kæra sig um að fá neina sérmeðferð frá McLaren þó hann teljist stærra nafnið af ökumönnunum tveimur hjá liðinu. "Ég vil ekki að annar okkar fái sérmeðferð heldur á þetta að snúast um liðið og allir eiga að vera jafnir. Þannig kann ég best við það og ég vil að Heikki fái nákvæmlega sömu tækifæri og ég," sagði hinn 22 ára gamli Breti.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira