Borgarstjórinn á mannamáli 25. janúar 2008 17:55 Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson Skoðun
Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun