Lífið

Oprah og Barbara berjast um viðtal við foreldra Madeleine

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey.
Spjallþáttadrottningarnar Oprah Winfrey og Barbara Walters berjast nú hatrammlega um réttinn til að tala við foreldra Madeleine McCann litlu stúlkunnar sem rænt var í Portúgal síðastliðið vor. Kate og Gerry McCann, sem sjálf eru grunuð í málinu, hafa hins vegar ekki ákveðið hvort þau fari yfirleitt í viðtal vegna málsins. Talið er að hjónin fái um milljón pund, eða um 130 milljónir íslenskra króna fyrir viðtalið.

Talsmaður McCann fjölskyldunnar staðfesti í samtali við Daily Mirror að bæði Oprah og Barbara hefðu haft samband. „Við erum að velta þessu fyrir okkur en það er ekki víst að af þessu verði og við erum ekki að bíða til þess að sjá hver bíður best."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.